Við þurfum frk Ragnheiði á Akureyri
Verkefni frk Ragnheiðar á Akureyri, er merkilegt fyrir margra hluta sakir og er það sjálfboðaliðastarf sem þar er unnið er vægast sagt aðdáunarvert. Frú Ragnheiður á Akureyri, er skaðaminnkandi verkefni á vegum Eyjafjarðardeildar Rauða Krossins á Akureyri, sem hefur verið starfrækt í bænum frá árinu 2018. Verkefnið miðar að þjónustu við einstaklinga með erfiðan fíknivanda og veitir þeim, heilbrigðisaðstoð, sálrænan stuðning og nálaskiptaþjónustu. Unnið er samkvæmt hugmyndum um skaðaminnkun sem snýst m.a. um að draga úr jaðarsetningu þeirra sem glíma við erfiðan fíknisjúkdóm. Skjólstæðingar frk Ragnheiðar á Akureyri voru fyrstu átta mánuði yfirstandandi árs 32 talsins, komur í bíl Frú Ragnheiðar eru orðnar 262 á sama tíma.