Pistlar

Við þurfum frk Ragnheiði á Akureyri

Verkefni frk Ragnheiðar á Akureyri, er merkilegt fyrir margra hluta sakir og er það sjálfboðaliðastarf sem þar er unnið er vægast sagt aðdáunarvert. Frú Ragnheiður á Akureyri, er skaðaminnkandi verkefni á vegum Eyjafjarðardeildar Rauða Krossins á Akureyri, sem hefur verið starfrækt í bænum frá árinu 2018. Verkefnið miðar að þjónustu við einstaklinga með erfiðan fíknivanda og veitir þeim, heilbrigðisaðstoð, sálrænan stuðning og nálaskiptaþjónustu. Unnið er samkvæmt hugmyndum um skaðaminnkun sem snýst m.a. um að draga úr jaðarsetningu þeirra sem glíma við erfiðan fíknisjúkdóm. Skjólstæðingar frk Ragnheiðar á Akureyri voru fyrstu átta mánuði yfirstandandi árs 32 talsins, komur í bíl Frú Ragnheiðar eru orðnar 262 á sama tíma.

Lesa meira

Tvítyngi? Væri ekki nær að tala um fjöltyngi eða þvoglutyngi?

Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir  skrifar

Lesa meira

Orð og athafnir

 

Lesa meira

Litskrúðug og holl heilbrigðisþjónusta

Endurhæfing er orðið. Endurhæfing er sú þjónusta sem efla skal, segir ráðafólk. Endurhæfing.

 Mér finnst þetta fallegt orð og fallegt að það skuli taka svo stóran sess í okkar heilbrigðiskerfi sem það og gerir og fallegt að það séu svo margir og fjölbreyttir sérfræðingar um land allt tilbúnir til að bjóða sína þjónustu undir merkjum endurhæfingar. Það er ákveðið stolt falið í því að fara í endurhæfingu, samanber vanmáttinn í því að viðurkenna sig veikan og þiggja þjónustu svo sem innlögn og lyf í skömmtun og sjúkradagpeninga. Betra að geta reist sig við um leið og maður dettur og fá til þess hvatningu og viðeigandi stuðning, jafnvel hafa gaman af því um leið.

Lesa meira

FJÖLSKYLDAN PARKINSON OG ÞÚ

Nú þegar haustar og vetur er á næsta leiti er vetrarstarfið að hefjast hjá hinum ýmsu félagasamtökum. Þar er Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis engin undantekning.

Lesa meira

Bingó­ferðin sem breyttist í kennslu­stund

Eftirvæntingin leyndi sér ekki. Börnin höfðu beðið alla vikuna eftir fyrsta bingóinu sínu en þau höfðu ekki nokkra hugmynd um hvað bingó væri enda bara þriggja og fimm ára. Þau höfðu þó áttað sig á að miðað við spennu okkar foreldranna var það eitthvað mjög skemmtilegt.

Lesa meira

„Það hlýtur að vera fyrir smurninguna“

Ingólfur Sverrisson skrifar

 

Lesa meira

Konurnar segja ósatt og varaformaðurinn lætur hafa sig að fífli

Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason skrifa grein um átökin í Flokki fólksins á Akureyri

Lesa meira

Besta lyfið við slit­gigt

Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn sem leggst á liði og er algengasta orsök minnkaðrar hreyfigetu hjá eldra fólki. Þó að tíðni slitgigtar aukist með hækkandi aldri kemur hún ósjaldan fyrir hjá fólki strax á þrítugs- og fertugsaldri. Slitgigt getur komið fyrir víða í líkamanum en leggst oftast á hné, mjaðmir og hendur. Þetta er alþjóðlegt vandamál, 520 milljónir manna um allan heim hafa slitgigt. Slitgigt er ekki nýr sjúkdómur en vaxandi. Á árunum 1990 til 2019 varð 48% aukning á fjölda fólks um allan heim sem þjáist af slitgigt. 

Lesa meira

Fátækt: líka á Akureyri

Það kannast líklega öll við það að vera blönk, að eiga ekki fyrir því sem okkur langar í. Færri, en því miður allt of mörg þekkja einnig að vera fátæk, að eiga ekki fyrir því sem þarf til að lifa mannsæmandi lífi með reisn. Sú virðist vera raunin hjá allt of mörgum í okkar fallega litla sveitarfélagi. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt.

 Í hópnum „Matargjafir á Akureyri og nágrenni“ á Facebook kom fram í gær að beiðnir um aðstoð streymi inn. Bendir stjórnandi hópsins á að margir foreldrar eigi ekki nesti fyrir börnin sín til að taka með í skólann og að ástandið sé að snarversna. Ríkisvaldið ber að sjálfsögðu mikla ábyrgð á þessari stöðu, hins vegar geta sveitarfélög ekki látið eins og þetta komi þeim ekki við.

Lesa meira