Meiri lífgæði fyrir fatlaða og betrumbætt leiksvæði
Fyrir liggur að Akureyrarbær mun fara í endurbyggingu á húsnæði fyrir fatlað fólk í Hafnarstræti 16 þar sem þörfin er mjög mikil. Velferðarráð Akureyrarbæjar óskaði eftir umræddri staðsetningu, þar sem hún er talin henta mjög vel. Húsið hefur staðið autt í nokkur ár vegna þess að það uppfyllir ekki nútímakröfur um aðbúnað. Því verður nú breytt og endurbygging mun skila stærra og betra húsi sem henta notendum. Eina leiðin til þess gera slíkar breytingar er að stækka húsið til suðurs inn á grænt svæði, sem stendur við leikvöllinn í Innbænum. Hægt er að sjá ágætlega breytinguna með því að horfa á bleiku línurnar á myndinni hér að neðan.