Pistlar

Sett fram í tilefni á sölu eignar Akureyrarbæjar

Góðan dag

Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar

 Það hefur stundum farið fram umræða í bænum um hvernig standa eigi að sölu og ráðstöfun á eignum bæjarins og er það vel, slíku ferli á að vera hægt að treysta og það hafið yfir gagnrýni, það á að skila ákveðnu markmiði, t.d. hámörkun virðis þeirra eigna sem um ræðir eða hvað það nú er og það á að ræða fyrir opnum tjöldum en ekki afgreiða bak við öskutunnur!

Lesa meira

Um Íslandsþara verksmiðjuna

Hlífar Karlsson skrifar

 

Lesa meira

Styttum biðlista á Akureyri

Sú staða sem birtist í nýlegri fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar sýnir helstu áherslur og forgangsmál meirihlutans. Augljóst er að lögbundin hlutverk sveitarfélagsins taka hvað mest af fjármunum, enda höfum við sem samfélag bundið í lög og sammælst um ákveðna grunnþætti og mannréttindi sem við viljum standa vörð um. 

Þar á meðal er þjónusta við fatlað fólk og fólk sem þarf á stuðningi sveitarfélagsins að halda, t.d. með aðgengi að félagslegu leiguhúsnæði.

Lesa meira

Svona er algóritminn á samfélagsmiðlum að skemma mannleg samskipti

Skúli Bragi Geirdal skrifar

Lesa meira

SOS allt í neyð

Í þessari viku mælti ég fyrir tillögu minni til þingsályktunar um fyrirkomulag matvælaframleiðslu til neyðarbirgða. Með tillögunni er matvælaráðherra falið af Alþingi að útfæra fyrirkomulag vegna neyðarbirgða landbúnaðarafurða sem hægt er að framleiða hér á landi við endurskoðun búvörusamninga árið 2023 þar sem markmiðið yrði að tryggja lágmarksbirgðir af landbúnaðarafurðum í landinu á hverjum tíma.

Lesa meira

Að heiðra þjóðskáld

Flestar menningarþjóðir leggja mikið upp úr að minnast atgervisfólks svo sem rithöfunda og tónskálda og sýna þeim virðingu og þakklæti.  Þess vegna má víða í kirkjugörðum erlendis sjá vandaða bautasteina á gröfum slíkra snillinga auk þess sem leiðin eru alla jafna vel hirt og snyrtileg.  Þangað er gaman að koma og upplífgandi fyrir sálartetrið. Það voru því vonbrigði þegar undirritaður vitjaði leiðis þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar í kirkjugarðinum á Akureyri á dögunum.

Lesa meira

Ekkert plan og reksturinn ó­sjálf­bær

Meirihlutinn á Akureyri kynnti svo vægt sé til orða tekið óábyrga fjárhagsáætlun á opnum fundi í gær. Samkvæmt framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista munu skuldir sveitarfélagsins aukast, hallarekstur verður viðvarandi og á sama tíma er ekki að sjá að ráðast eigi í brýn úrræði fyrir barnafjölskyldur í bænum.

Lesa meira

Froðupólitík

Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins á Akureyri um gjaldfrjálsa leikskóla hefur í mínum huga  aðeins tvær skýringar, annað hvort algjöra vanþekkingu á rekstri sveitarfélagsins eða þar að baki er vísvitandi ákvörðun um að blekkja kjósendur í aðdraganda kosninga. Það er merkilegt nú að fylgjast með oddvita Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í fjölmiðlum kenna samstarfsflokkum sínum í meirihluta í bæjarstjórnar, L-listanum og Miðflokknum um að það sé ekki hægt að efna kosningaloforð þeirra. Heiðarlegra væri að segja það sem ég tel nokkuð víst að sé rétt – Sjálfstæðisflokkurinn vill það ekki einu sinni sjálfur. Sem dæmi þá er mun líklegra að nú muni koma fram þrýstingur innan úr Sjálfstæðisflokknum fyrir seinni umræðu um fjárhagsáætlun, að lækka álögur, þá sérstaklega fasteignaskatt, fremur en að lækka raunkostnað foreldra á leikskólagjöldum.

Lesa meira

„Lofið mér að klára áður en þið klárið allt frá mér.”

Þankar gamals Eyrarpúka

Lesa meira

Að fá fyrir ferðina

Íbúar á landsbyggðinni þurfa gjarnan að leita um langan veg eftir viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Til að koma til móts við þennan stóra hóp hefur verið sett reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggða og aðstandenda þeirra innanlands. Þar kemur m.a. fram að Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúkratryggðs á 12 mánaða tímabili, þegar um er að ræða nauðsynlega læknisferð, a.m.k. 20 km vegalengd á milli staða sem ekki er veitt í heimabyggð.

Lesa meira