Pistlar

Mannekla kemur niður á almennri löggæslu

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs er kveðið á um að mönnun löggæslu á Íslandi þurfi að vera í takt við þarfir samfélagsins. Því þurfi að gera tímabundið átak með það að markmiði að fjölga í lögreglunámi á háskólastigi og tryggja þannig aukið öryggi og fagmennsku innan lögreglunnar. Með fjölgun menntaðra lögreglumanna er unnt að bæta þjónustu, stytta rannsóknartíma og auka gæði lögreglustarfa.

Lesa meira

Samtakamáttur samfélagsins í upprætingu ofbeldis

Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum.

Lesa meira

,,Vínarbrauð með glassúr í breiðum, stórir snúðar og svo Valash og Cream Soda"

Samstaða og málafylgja almennings hefur oft lyft Grettistaki og komið mörgu góðu til leiðar. Ekki er langt síðan að ríki og sveitafélög drógu lappirnar þegar kom að því að skipuleggja og byggja grunnstoðir samfélagsins. Langafar okkar og -ömmur gengu ekki í skóla enda voru þeir ekki til.  Þess í stað lærðu þau að stauta í heimahúsum og eitthvað meira ef hugur og efni stóðu til. Sjúkrahús voru lengst af óþekkt fyrirbrigði og fólk lá í kör heima og dó þar Drottni sínum. Svo bárust fréttir af því að í útlöndum væri farið að byggja eitthvað sem hétu sjúkrahús og skólar. 

Lesa meira

16 daga átak Soroptimista gegn ofbeldi

Soffía Gísladóttir og Harpa Þ. Hólmgrímsdóttir

Lesa meira

Sett fram í tilefni á sölu eignar Akureyrarbæjar

Góðan dag

Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar

 Það hefur stundum farið fram umræða í bænum um hvernig standa eigi að sölu og ráðstöfun á eignum bæjarins og er það vel, slíku ferli á að vera hægt að treysta og það hafið yfir gagnrýni, það á að skila ákveðnu markmiði, t.d. hámörkun virðis þeirra eigna sem um ræðir eða hvað það nú er og það á að ræða fyrir opnum tjöldum en ekki afgreiða bak við öskutunnur!

Lesa meira

Um Íslandsþara verksmiðjuna

Hlífar Karlsson skrifar

 

Lesa meira

Styttum biðlista á Akureyri

Sú staða sem birtist í nýlegri fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar sýnir helstu áherslur og forgangsmál meirihlutans. Augljóst er að lögbundin hlutverk sveitarfélagsins taka hvað mest af fjármunum, enda höfum við sem samfélag bundið í lög og sammælst um ákveðna grunnþætti og mannréttindi sem við viljum standa vörð um. 

Þar á meðal er þjónusta við fatlað fólk og fólk sem þarf á stuðningi sveitarfélagsins að halda, t.d. með aðgengi að félagslegu leiguhúsnæði.

Lesa meira

Svona er algóritminn á samfélagsmiðlum að skemma mannleg samskipti

Skúli Bragi Geirdal skrifar

Lesa meira

SOS allt í neyð

Í þessari viku mælti ég fyrir tillögu minni til þingsályktunar um fyrirkomulag matvælaframleiðslu til neyðarbirgða. Með tillögunni er matvælaráðherra falið af Alþingi að útfæra fyrirkomulag vegna neyðarbirgða landbúnaðarafurða sem hægt er að framleiða hér á landi við endurskoðun búvörusamninga árið 2023 þar sem markmiðið yrði að tryggja lágmarksbirgðir af landbúnaðarafurðum í landinu á hverjum tíma.

Lesa meira

Að heiðra þjóðskáld

Flestar menningarþjóðir leggja mikið upp úr að minnast atgervisfólks svo sem rithöfunda og tónskálda og sýna þeim virðingu og þakklæti.  Þess vegna má víða í kirkjugörðum erlendis sjá vandaða bautasteina á gröfum slíkra snillinga auk þess sem leiðin eru alla jafna vel hirt og snyrtileg.  Þangað er gaman að koma og upplífgandi fyrir sálartetrið. Það voru því vonbrigði þegar undirritaður vitjaði leiðis þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar í kirkjugarðinum á Akureyri á dögunum.

Lesa meira