VIÐ ÁRAMÓT
Við áramót er venja að minnast atburða liðins árs ásamt því að velta upp möguleikum á komandi árum. Það eru aldeilis spennandi tímar framundan í bæjarpólítíkinni á Akureyri.
Við erum afskaplega stolt af því að Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri sé hluti af meirihluta samstarfi í fyrsta skipti síðan árið 2006. Á Akureyri er flokkurinn okkar með einvala lið af reynslumiklu fólki í bland við einstaklinga sem eru að taka sín fyrstu skref í pólítík.
Það er óhætt að segja að þetta ár hefur verið risastórt fyrir mig sem oddviti á Akureyri í stærsta stjórnmálaflokki á landinu. Árið byrjaði með prófkjöri í maí þar sem baráttan var málefnaleg og kröftug. Í kjölfarið var settur saman listi með 22 öflugum einstaklingum, körlum og konum víða að úr samfélaginu.