Þakkir - Ungir íshokkíleikmenn SA kepptu á alþjóðlegu móti í Svíþjóð
Sextán ungir og efnilegir íshokkí leikmenn Skautafélags Akureyrar tóku nýverið þátt í Uplandia Trophy í Stokkhólmi – alþjóðlegu íshokkímóti á vegum Sweden Hockey Trophy, sem sérhæfir sig í sterkum unglingamótum víðs vegar um Evrópu. Keppt var í AA deild, þar sem hörð samkeppni ríkir og öflug lið víðs vegar að tóku þátt.
Mótið fór fram dagana 11.–13. apríl og stóðu leikmenn SA sig afburða vel, bæði innan og utan íssins. Þeir sýndu sterka liðsheild, baráttu og góða framkomu og fengu dýrmæta reynslu sem mun nýtast þeim vel í framtíðinni – bæði sem íþróttafólk og einstaklingar.
Sweden Hockey Trophy er í eigu Sergei Zak, sem margir íslenskir íshokkíaðdáendur þekkja. Sergei lék með Skautafélaginu Birninum í Reykjavík á árum áður og hefur í dag byggt upp einn öflugasta mótavettvang Evrópu fyrir unga íshokkíleikara.
Skautafélag Akureyrar vill koma á framfæri innilegu þakklæti til foreldra, stuðningsfólks og öflugra styrktaraðila sem gerðu ferðina mögulega:
Verdi Travel, AVH, Rafeyri ehf, Kaldbakur, Leiguvélar Norðurlands, Fraktlausnir, Möl og Sandur / HGH verk ehf, Deloitte, Vitinn veitingar, Enor, BSB og synir ehf, Tplús, AKH pípulagnir, Dexta, Súlur Stálgrindarhús efh, atNorth, Beka ehf og Faglausn ehf.