Mótmæli í nafni konungs

Spurningaþraut Vikublaðsins #23

  1. Hvað heitir knattspyrnuþjálfarinn á myndinni?
  2. Bæjarfulltrúi í Árborg hefur sakað fjárfesti um að hafa reynt að múta sér gegn því að hann stuðlaði að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi. Hvað heitir bæjarfulltrúinn?
  3. Hvaða heimsfræga körfuboltalið heldur sýningu í Laugardagshöll 17. September nk.?
  4. Botnaðu málsháttinn; Ágirnd vex með…. Tja, hverju?
  5. Aðgerðasinnar hafa mótmælt kröftulega í Reykjavíkurhöfn í vikunni. Hverju er veri að mótmæla?
  6. Hver mælti þessi fleygu orð: „ég mótmæli þá í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem haft væri í frammi“?
  7. Þann 9. nóvember 1932 brutust út slagsmál milli lögreglumanna og verkamanna við Góðtemplarahús Reykjavíkur en þar voru bæjarstjórnarfundir haldnir. Á fundi bæjarstjórnar þennan dag var tekin til afgreiðslu tillaga um að lækka kaupið í atvinnubótavinnu á vegum bæjarins en þá höfðu áhrif kreppunnar miklu orðið til þess að auka atvinnuleysi á landinu mikið. Hvað hafa þessar götuóeirðir verið kallaðar?
  8. Óeirðirnar á Austurvelli áttu sér stað miðvikudaginn 30. mars 1949, þá létu sumir mótmælendur grjóti, eggjum og mold rigna yfir Alþingishúsið. En hverju var verið að mótmæla.
  9. Hvað heitir kvendýr selsins?
  10.  Leikfélag Akureyrar tekur til sýninga barnaleikrit í haust. Hvert er leikritið?

Svör

  1. Hallgrímur Jónasson, þjálfari karlaliðs KA í fótbolta.
  2. Tómas Ellert Tómasson.
  3. Harlem Globetrotters.… eyri hverjum.
  4. …eyri hverjum.
  5. Hvalveiðum Íslendinga.
  6. Jón Sigurðsson þann 9. ágúst 1851 þegar Trampe greifi, fulltrúi konungs á þjóðfundi sem haldinn var í Lærða skólanum í Reykjavík, sleit fundinum í óþökk flestra íslensku fulltrúanna sem sátu fundinn.
  7. Gúttóslagurinn.
  8. Inngöngu Íslands í NATÓ
  9. Urta.
  10. Litla skrímslið og Stóra skrímslið.

Nýjast