Mannlíf
03.09
„Sýningarárið leggst mjög vel í mig, afléttingar eru hafnar og afnám nándartakmarkanna í leikhúsi sem skiptir öllu fyrir okkur í leikhúsinu,“ segir Marta Nordal, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar (LA), í samtali við Vikublaðið. Nýtt leikár hefst senn á fjölum leikhússins. Í vetur verða áfram þrjár sýningar frá fyrra leikári; Benedikt búálfur, sem sló rækilega í gegn, revían og gamanleikurinn Fullorðinn og samstarfssýningin Tæring. Að auki frumsýnir LA verkið Skugga Svein í janúar þar sem Jón Gnarr verður í aðalhlutverki og er sýningin sú stærsta sem leikfélagið setur upp í vetur. Í apríl verður sýningin Happy Days eða Ljúfir dagar með Eddu Björgu Eyjólfsdóttur frumsýnt. Leikárið endar svo á samstarfi við LHÍ, en útskriftarnemar leikarabrautar frumsýna Túskildingsóperuna eftir Bertolt Brecht í Samkomuhúsinu í maí og verður verkið í leikstjórn Ólafs Egilssonar.
Lesa meira
Mannlíf
31.08
Egill Páll Egilsson
Skjalasafni Þingeyinga bárust nýlega áhugaverðar ljósmyndir frá strandi danska flutningaskipsins Hans Sif á Rifstanga á Melrakkasléttu. Skipið strandaði aðfaranótt laugardagsins 10. febrúar 1968. Áhöfninni , 11 manns, var bjargað um borð í varðskipið Þór sem flutti hana til Akureyrar. Um borð voru 800 lestir af síldarmjöli sem átti að flytja til Englands.
Einar M. Jóhannesson á Húsavík keypti farminn og náði að koma honum í land að hluta til með öðrum bát en einnig með snjósleðum eftir að hafís umkringdi skipið. Farmurinn var síðan seldur til Englands og Írlands.
Hans Sif náðist á flot 26. júní 1968 og var í kjölfarið selt aftur til fyrri eiganda.
Lesa meira
Mannlíf
23.08
Egill Páll Egilsson
Fanndís Dóra Þórisdóttir frá Húsavík lét drauma sína rætast nýverið og stofnaði fyrirtækið Organized. Á fimmtudag í þarsíðustu viku setti hún í sölu svo kölluð Rósubox sem eru flaggskip fyrirtækisins. Rósuboxin eru í áskrift sem hægt er að panta á organized.is en þau innhalda tíðarvörur og ýmsa aðra glaðninga til að létta konum þann tíma sem þær eru á blæðingum.
Fanndís segist lengi hafa dreymt um það að stofna sitt eigið fyrirtæki og vera þannig sinn eigin herra. Þar sem ég fæ að stjórna, skapa minn eigin vinnutíma og gera það sem mig langar til að gera,“ segir Fanndis og bætir við að hún hafi lagt höfuðið í bleyti og margar hugmyndir litið dagsins ljós. „Ég fór að hugsa hvað ég gæti gert og hvers konar fyrirtæki ég gæti stofnað. Ég datt einhverra hluta vegna áskriftarbox í hug. Svo fór ég að skoða ýmsa möguleika og datt loks niður á þessa hugmynd. Að hafa tíðabox fyrir konur,“ útskýrir hún.
Lesa meira
Mannlíf
19.08
Egill Páll Egilsson
Hjólreiðafélag Húsavíkur stendur fyrir fromlegri opnun á nýjasta kaflanum í Enduro-brautinni sem liggur ofan úr Meyjarskarði og alla leið niður í Skrúðgarð. Opnun brautarinnar verðir klukka 14:30 á laugardag. Meðlimir félagsins munu bjóða upp á akstur upp að brautinni frá kl. 12:45 frá Pósthúsplaninu
Lesa meira
Mannlíf
19.08
Hjónin Skarphéðinn Ásbjörnsson og Victoria Smirnova taka við keflinu í matarhorninu og koma með uppskriftir af rammíslenskum fiskrétti og rússneskum rétti. Victoria er fædd og uppalin í Rogovskaya í Rússlandi, hún er menntaður efnafræðingur og líffræðingur og hefur kennt þau fræði fyrst í Rússlandi en síðar í RBSM einkaskólanum á Möltu. Skarphéðinn er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, hann er menntaður rafmagnstæknifræðingur og vélstjóri og starfar sem deildarstjóri varaafls hjá RARIK hér á Akureyri. Þá er Skarphéðinn forfallinn veiðimaður. Gefum þeim hjónum orðið...
Lesa meira
Mannlíf
18.08
Egill Páll Egilsson
Skólabyrjun er á næsta leiti en Borgarhólsskóli verður settur á þriðjudag í næstu viku. í kjölfarið hefst hefðbundið skólahald.
Lesa meira