Hjólreiðafélag Húsavíkur opnar nýjan kafla Enduro-brautarinnar
Hjólreiðafélag Húsavíkur stendur fyrir fromlegri opnun á nýjasta kaflanum í Enduro-brautinni sem liggur ofan úr Meyjarskarði og alla leið niður í Skrúðgarð. Opnun brautarinnar verðir klukka 14:30 á laugardag. Meðlimir félagsins munu bjóða upp á akstur upp að brautinni frá kl. 12:45 frá Pósthúsplaninu.
Síðast liðið sumar var opnuð ný 2,7 km. hjólabraut sem liggur frá Meyjarskarði á Reykjaheiði niður að Botnsvatni. Brautin var gerð að mestu leiti í sjálfboðavinnu af hjólreiðarfólki og fengust til þess góðir styrkir frá fyrirtækjum úr nærsamfélaginu. Á aðalfundi félagsins í febrúar á þessu ári var tekin ákvörðun um það að framlengja brautina niður í Skrúðgarð í hjarta Húsavíkur. Brautin sjálf endar við Skógargerði og þaðan liggur malarvegur niður að Skrúðgarði. Með framlengingunni er brautin um 5 km. löng og er mikil lyftistöng fyrir hjólamenninguna í bænum.
Blaðamaður fór á vettvang fyrr í dag og hitti þar vaska menn sem voru að leggja lokahönd á plóg. Gunnólfur Sveinsson stjórnaði framkvæmdum af röggsemi en hann sagðist vonast til að sjá sem flesta á laugardag. Brautin hefur verið í mikilli notkun í sumar, ekki síst af ferðafólki.
Hægt er að smella á myndirnar til að skoða þær í betri upplausn og þá birtist einnig myndtexti: