Mannlíf

„Það sem skiptir mestu máli er að vanda sig í því sem maður tekur sér fyrir hendur“

Jón Arnór Pétursson er aðeins 14 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur á hann nú þegar að baki glæstan feril sem leikari og skemmtikraftur. Jón Arnór er þessa dagana að stíga sín fyrstu skref í útgáfu á eigin tónlist ásamt Baldri Birni Arnórssyni vini sínum. Þeir senda frá sér tónlist og koma fram undir listamannanafninu „Jón Arnór & Baldur“. Fyrsta lagið þeirra „Alla leið“ kom út 1. júní 2021. Strákarnir eru komnir í stúdíó með annað lagið sitt og von er á fleirum á næstu mánuðum.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Sumarbúðir starfræktar í fyrsta sinn í Saltvík

Um þessar mundir eru 16 hressar stelpur á aldrinum 10-14 ára í sumarbúðum í Saltvík rétt sunnan Húsavíkur. Í hópnum eru bæði stelpur sem eru þaulvanar að umgangast hesta en einnig aðrar sem aldrei hafa stigið á bak.
Lesa meira

Birkir Blær heldur tónleika í Hofi

Lesa meira

Tilraunir í stofuglugganum

Hluti af því að vera blómaáhugamaður er að gera alls konar tilraunir, sama hversu gáfulegar þær eru. Í dag er ég með tvær skemmtilegar tilraunir í gangi. Annars vegar setti ég niður fræ úr lífrænni sítrónu úr Nettó en það eru komnar þrjár litlar plöntur sem virðast ætla að komast á legg. Hins vegar spíraði ég fræ úr avókadóávexti og setti að lokum í mold. Það er tilrauninn sem ég ætla að fjalla um að þessu sinni.
Lesa meira

„Sameinumst í einangruninni!“

Harpa Fönn Sigurjónssdóttir ólst upp í Kaldbak á Húsavík en fluttist til höfuðborgarinnar til að fara í menntaskóla og hefur að mestu búið þar síðan. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur m.a. starfað sem slíkur fyrir Myndstef en hún lagði áherslu á höfundaréttarmál í námi sínu. Hún hefur þó lengst af starfað með einum eða öðrum hætti við listsköpun og skipulagningu listviðburða.
Lesa meira

Grímsey iðar af lífi yfir sumartímann

Anna María Sigvaldadóttir hefur búið í Grímsey frá árinu 1990 eða í 31 ár. Óhætt er að segja að hún sé athafnakona þar sem hún er að vasast í ýmsu á eynni og stekkur í hin og þessi störf. Hún segist kunna afar vel við sig á hjara veraldar. „Hér finnst mér dásamlegt að vera, annars væri ég varla búin að vera hér svona lengi,“ segir Anna María sem er Norðlendingur vikunnar. „Hér er allt gott að frétta. Það var verið að bólusetja okkur hér í eyjunni nýverið, alls 16 manns sem áttu eftir að fá bólusetningu og alveg magnað að vera orðin full bólusett.“ Anna María segir mikið líf færast yfir Grímsey þegar vorar. „Hér lifnar allt mikið við í maí þegar fuglarnir mæta til okkar og bjargfuglinn fer að verpa og eggjatakan á fullu. Núna er strandveiðin að byrja og þá koma hér sjómenn og lífga upp á eyjalífið. Ferjan kemur orðið fimm sinnum í viku og með henni koma ferðamennirnir og vistir til okkar. Dagurinn er orðin svo bjartur og næturnar líka og bara allt eins og það á að vera,“ segir Anna María.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Nýir þættir hefja göngu sína á N4

Lesa meira

„Finnst það svo róandi að setja podcast í eyrun og þjóta af stað“

Ármann Örn Gunnlaugsson stendur á þrítugu en hann er Húsvíkingur í húð og hár. Ármann bjó á Húsavík fyrstu 20 ár ævinnar áður en hann fór á flakk. „Síðustu 10 ár eða svo hef ég verið töluvert á flakki en þó alltaf með ræturnar á Húsavík. Tvítugur fór ég í nám í Bandaríkjunum, Birmingham, Alabama, í viðskipta- og hagfræði ásamt því að spila fótbolta. Svo tóku við tvö ár í framhaldsnámi við Háskólann í Reykjavík, með viðkomu eina önn í skiptinámi í París. Því næst var förinni heitið til Sviss þar sem kærasta mín var í námi og nú er maður aftur kominn til Húsavíkur,“ segir Ármann sem er Norðlendingur vikunnar. Ármann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða og segist hann vera mjög spenntur fyrir þeirri áskorun. „Þetta er spennandi verkefni sem gaman verður að takast á við.“
Lesa meira