Mannlíf

Söfnuðu hálfri milljón fyrir Pietasamtökin

Fjölmargir gestasöngvarar stigu á stokk; systurnar Bylgja, Harpa og Svava Steingrímsdætur fluttu hverjar sitt lagið af sinni alkunnu snilld. Aðalsteinn Júlíusson var nálægt því að rífa þakið af kirkjunni með kraftmikilli röst sinni. Frímann kokkur átti flotta innkomu. Ragnheiður Gröndal bjó til töfrandi stund þegar hún söng tvö lög án undirspils og auðvitað dustaði Biggi í Maus rykið af pönkaranum og flutti lag eftir Billy Idol.
Lesa meira

Nýtt Vikublað komið út

Vikublaðið er komið út - Kosningarnar sem fara fram þann 25. september nk. eru eðli málsins fyrirferðamiklar í blaði vikunnar en einnig er gott úrval af mannlífs,- menningar,- og fréttaefni.
Lesa meira

Sigurður Illugason er listamaður Norðurþings 2021

Listamaður Norðurþings 2021 er Sigurður Helgi Illugason, leikari og tónlistarmaður. Sigurður, eða Siggi Illuga eins og hann er best þekktur, ólst upp í Reykjadal til 16 ára aldurs. Þá flutti hann til Akureyrar til að læra málaraiðn og kynntist þar konu sinni Guðrúnu Sigríði Gunnarsdóttur. Sigurður flutti til Húsavíkur árið 1981 til að spila fótbolta með Völsungi og hefur verið áberandi í samfélaginu síðan. Tónlist og leiklist hafa verið viðloðandi allt hans líf en hann byrjaði að spila á dansleikjum með föður sínu 14 ára gamall. Hann söng um tíma með karlakórnum Hreim og hefur verið í mörgum hljómsveitum, meðal annars Túpílökum sem hafa gefið út tvær plötur.
Lesa meira

„Metnaður til að gera enn betur“

Björgvin Ingi Pétursson tók á dögunum við starfi forstöðumanns Húsavíkurstofu. Hann er viðskiptafræðingur með master í markaðsfræðum og á að baki fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnulífinu. Vikublaðið heimsótti Björgvin í vikunni og ræddi við hann um allt frá pönki til fótbolta. Þá segir Björgvin frá því hvernig það kom til að hann flutti til Húsavíkur. Björgvin er fæddur á Akureyri og bjó þar til átta ára aldurs en þá flutti fjölskyldan suður um heiðar og kom sér fyrir í Mosfellsbæ. Við vorum þar í fjögur ár og fluttum svo í Hafnarfjörð þar sem ég hef búið mest alla tíð síðan,“ segir hann.
Lesa meira

Þakklátur fyrir lífið og góðu heilsu

Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri í Grenivík fagnaði 60 ára afmæli á dögunum. Þröstur hefur verið sveitarstjóri í sjö ár og kann vel við sig í Grýtubakkahreppi. Vikublaðið fékk hina hliðina af Þresti sem er Norðlendingur vikunnar.
Lesa meira

„Ert þú stjórnandi?“

Ég hef rekið mig á það að margt hefur breyst í verkalýðs- og hagsmunamálum á Íslandi síðustu áratugi. Þegar ég var að alast upp var Guðmundur Jaki áberandi persóna á sjónarsviðinu og sjálfsagt ekki að ósekju. Það var annar taktur í þjóðfélaginu þá. Atvinnuleysi og verðbólga algengt fyrirbæri sem lagðist helst á hina vinnandi stétt. Það var verkalýðurinn í landinu sem borgaði yfirleitt brúsann að lokum.
Lesa meira

Glaðningur á leið inn um bréfalúguna eða póstkassann

Brakandi ferskt Vikublað er komið út og er á leið til áskrifenda.
Lesa meira

„Íslenska þjóðlagatónlistin er oft tilfinningaþrungnari og tregafyllri“

Tvær upprennandi tónlistarkonur, harmóníkuleikarar standa fyrir tónleikaröð á Norðurlandi í september
Lesa meira

Færeyingur fann látinn afa sinn á Húsavík eftir áralanga leit

Birgir Þórðarson og Linda dóttir hans deila saman miklum áhuga á ættfræði og í raun öllu sem er gamalt. „Linda er sú eina af mínum börnum sem hefur áhuga á þessu og við ræðum mikið saman um þessi mál,“ segir Birgir en blaðamaður leit við hjá feðgininum á dögunum og hlýddi á þessa stórmerkilegu sögu. Þetta byrjaði allt með færslu á fjasbókarsíðu sem heitir Dagbókarfærslur Helgu Sigurjónsdóttur, saumakonu frá Miðhvammi, 1919. Síðan hefur þann tilgang eins og nafnið gefur til kynna að þarna eru settar inn dagbókarfærslur þessarar ágætu konu allt frá árinu 1919. Linda hafði rekið augun í færslu í ágúst árið 2018, það var dagbókarfærsla skrifuð 30. ágúst 1925 og segir m.a. frá því að færeyskur sjómaður um borð í skipinu Vigeland hafi látist á sjúkrahúsi á Húsavík eftir að hafa fallið úr reyða niður í lest á skipinu. Maðurinn hét Jens Oliver Pedersen.
Lesa meira

Matarhornið: Ostabuff, sætkartöflumús og brokkolísalat

„Við hjónin tókum áskorun frá Guðrúnu og Garðari,“ segja þau Elva Stefánsdóttir og Sigurður Egill Einarsson sem hafa umsjón með Matarhorni vikunnar. „Ég er fædd og uppalin á Akureyri en Sigurður er fæddur í Reykjavík og óst þar upp. Flutti til Akureyrar 18 ára gamall. Okkar áhugamál eru ferðalög, útivera og vera í góðra vina hópi. Við eigum fjögur börn og fjögur yndisleg tengdabörn og 10 barnabörn Okkur langar að deila með ykkur uppskrift af Ostabuffum, sætkartöflumús ásamt brokkolisalati.“
Lesa meira