Mannlíf

„Hefði vafalaust verið greindur ofvirkur ef það hefði tíðkast þá“

Pálmi Björn Jakobsson er einn af þremur kennurum Borgarhósskóla á Húsavík sem létu af störfum í vor eftir áratuga þjónustu. Hann hefur séð tímana tvenna og skilað fleiri árgöngum til manns, þar á meðal þeim sem þetta ritar. Ég hitti Pálma fyrir utan Borgarhólsskóla á dögunum og ræddi við hann um ferilinn. Það fyrsta sem Pálmi segir þegar ég hitti hann við ærslabelginn á Húsavík í blíðviðrinu er að nú sé enn betri tími til að sinna barnabörnunum, en hann er þar með einum af afastrákunum sínum. Hvernig er tilfinningin að vera kominn á eftirlaun? „Blendin. Eftirsjá en líka tilhlökkun eftir því að gera ekki neitt,“ segir Pálmi og það liggur vel á honum í leik með afastráknum. „Ég ætla að bara að fara njóta efri áranna í rólegheitunum.“
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Húsvíski Óskarskórinn syngur um borð í skemmtiferðaskipum

Lesa meira

Paradís fyrir börnin í útjaðri Húsavíkur

Á Húsavík er skammt að sækja náttúruperlur sem eiga sér engan sinn líka. Lengi vel hefur það einungis verið á vitorði heimamanna en ferðafólk er nú í auknum mæli farið að sækja þessar perlur heim.
Lesa meira

Frelsi að búa úti á landi

Það er líklega fátt jafn dýrmætt samfélagi eins og Húsavík en þegar ungt fólk snýr aftur heim með fjölskyldur sínar eftir að hafa flust á brott til að sinna námi og öðrum störfum.
Lesa meira

Meindýraeyðir gaf út dánarvottorð á rottuna í Hrísey

Fyrir 30 árum síðan útrýmdi Árni Logi Sigurbjörnsson, meindýraeyðir rottum í Hrísey, á Hauganesi og Árskógssandi. Af því tilefni kom hann út í eyju á dögunum og með í för voru hjónin úr Kálfskinni á Árskógsströnd, Sveinn Jónsson og Ása Marínósdóttir.
Lesa meira

Jólagarðurinn í Eyjafjarðarsveit orðinn 25 ára: Vaxandi aðsókn og gestir stoppa lengur

„Það eru jól hjá mér alla daga,“ segir Benedikt Ingi Blomsterberg Grétarsson sem ásamt konu sinni Ragnheiði Hreiðarsdóttur og Margréti Veru dóttur þeirra rekur Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit. Þar hafa þau staðið fyrir samfelldu jólahaldi í aldarfjórðung, en starfsemin hófst síðasta dag maímánaðar árið 1996. „Mín jól eru í geymslu uppi á háalofti og eru allt öðruvísi en það sem ég er að vasast í alla daga. Þau snúast um annað, m.a. dýrmætar minningar frá fyrri tíð.“ Benedikt segir að hugmyndin að stofnun Jólagarðsins hafi kviknað þegar þau hjón voru að ræða saman eitthvert kvöldið. „Við vorum að spjalla, þreytt seint um kvöld þegar þessi hugmynd kom upp,“ segir hann en sjálfur er hann húsasmiður og matreiðslumaður að mennt. Þau Ragnheiður störfuðu að hluta til saman á þessu árum, á Kristnesi, í veiðihúsi Víðidalsár og ráku í félagi við bróður hennar og mágkonu sumarhótel á Hrafnagili. „Við Ragnheiður erum góð saman í verki, þannig að þetta virtist tilvalið. Við sáum líka fyrir okkur að öll fjölskyldan gæti haft nóg fyrir stafni hjá þessu litla fyrirtæki um ókoman tíð,“ bætir hann við eitt bros, meðvitaður um að börnin og barnabörnin eigi ófá sporin kringum þetta uppátæki.
Lesa meira

„Kæru yfirvöld, takið eftir okkur og komið með í að byggja þetta upp!“

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands (SN) hefur undanfarin ár róið á mið kvikmyndatónlistar og að sögn Þorvaldar Bjarna Þorvaldsson, tónlistarstjóra Menningarfélags Akureyrar hafa aflabrögð verið með eindæmum góð.
Lesa meira

„Eins og rósirnar séu farnar að springa út“

Ferðamannastraumurinn er smám saman að aukast á Húsavík og aukinnar bjartsýni gætir í ferðaþjónustunni. Þetta á ekki síst við um hvalaskoðunarfyrirtækin í bænum. Vikublaðið ræddi við Stefán Guðmundsson framkvæmdastjóra Gientle Giants hvalaferða(GG). Hann fagnar sérstaklega komu skemmtiferðaskipa til Húsavíkur en fyrsta skipið sigldi inn í Húsavíkurhöfn á dögunum. Heimsfaraldurinn hefur sett sitt mark á rekstur GG en Stefán lítur björtum augum á sumarið. „Við vorum búin að fresta vertíðarbyrjun nokkrum sinnum frá 1. mars vegna ástandsins og óvissunar. Við fórum nokkrar sérferðir síðari hluta maí og svo ákváðum við að starta fyrir alvöru með góðum fyrirvara 1. júní,“ útskýrir Stefán og bætir við að ferðamannastraumurinn sé hægt og bítadi að aukast. „Það svo sem er bara búinn að vera merkilega góður stígandi í þessu, hægt og bítandi.“
Lesa meira

Skapandi krakkar á Norðurlandi

Undanfarna daga hafa listamennirnir Jonna og Brynhildur Kristinsdóttir flakkað um með listasmiðjur í gerð handbrúða. Viðtökur hafa verið frábærar og krakkarnir verið skapandi og hugmyndarík eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira