Mannlíf

Guðríður frá Lóni gefur út barnabók

Bókin fjallar um 12 ára strák, Kára Hrafn, sem verður fyrir því óláni að foreldrar hans taka frá honum öll snjalltæki og leikjatölvur og í staðinn fær hann skærgulan farsíma sem hentar bara risaeðlum.
Lesa meira

Húsavík í sviðsljósinu í sænsku Idol-söngkeppninni

Spennan er að magnast fyrir sænsku Idol söngkeppnina þar sem Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri hefur verið að slá í gegn.
Lesa meira

Þættir af einkennilegum mönnum

– Down & Out gefur út sína fyrstu breiðskífu
Lesa meira

„Liðið var ekki alltaf mjög gamalt á pappírnum“

Völsungur átti gott mót í 2. deildinni í sumar og voru í toppbaráttu allan tímann þrátt fyrir að hafa verið spáð falli af flestum sparkspekingum í vor. „Við áttum hryllilegt mót í fyrra og spáin var því alveg eðlileg samkvæmt því. Við vorum ekki að gera neinar risastórar breytingar á liðinu. En við breyttum mörgum litlum hlutum hjá okkur, bærði í þjálfun og aðeins í mannskapnum líka,“ segir Jóhann Kristinn og bætir við að markmiðið hafi verið að vera í toppbaráttu og helst að komast upp um deild. „Maður er alveg með í kollinum nokkur úrslit þar sem við missum stig sem á venjulegum degi við hefðum ekki verið að missa þau. Það er bara svoleiðis.“ En heilt yfir er Jóhann Kristinn afar ánægður með sumarið og gengur sáttur frá borði „Minni markmið voru einnig í gangi og er ég eiginlega persónulega ánægðastur með að allir leikmenn okkar á skrá, vel á þriðja tuginn, komu við sögu í Íslandsmótsleik í sumar. Yngsti fæddur 2005, Jakob Héðinn - sem var reyndar í stóru hlutverki þegar allt kom til alls. Við bættum aðbúnað og umgjörð og erum ánægðir með þann stað sem starfið er komið á hjá okkur og líður vel að láta það í hendurnar á næsta þjálfara,“ útskýrir Jóhann Kristinn og viðurkennir að það hafi verið sérstaklega sárt að fara ekki upp um deild af því að það munaði svo litlu.
Lesa meira

„Það er lang mikilvægast hvernig maður notar hestana“

Iðunn Bjarnadóttir frá Húsavík er hestakona af guðsnáð enda alin upp í Saltvík þar sem rekin er hestamennskutengd ferðaþjónusta. Fyrir skemmstu tók hún þátt í nýrri reiðkeppni sem skipulögð var af Landssambandi Hestamanna (LH). Keppnin fólst í fjögurra daga reið yfir Kjöl. Það er skemmst frá því að segja að Iðunn gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina. Vikublaðið tók þessa ungu hestakonu tali.
Lesa meira

Himinlifandi - nýtt norðlenskt barnaefni á leið á sjónvarpsskjáinn

Fyrsta leikna barnaefnið fyrir sjónvarp, sem framleitt er af fagfólki búsettu á landsbyggðunum, er á leið í sýningu á N4 sjónvarpsstöðinni. Um er að ræða 12 þátta seríu sem fengið hefur nafnið Himinlifandi. Þættirnir eru unnir í samstarfi við Þjóðkirkjuna-Biskupsstofu.
Lesa meira

Menningarveisla í Hofi í október

Októberdagskráin í Hofi er hin glæsilegasta. Strax í upphafi október mun hljómsveitin Dúndurfréttir hrista af sér covidslenið og flytja vel valin Pink Floyd verk.
Lesa meira

Kornuppskera eins og hún gerist best í Evrópu

Þó haustið sé nú loks farið að láta að sér kræla var sumarblíðan allsráðandi í síðustu viku þegar blaðamaður Vikublaðsins var á ferðinn í Eyjafirði. Blaðamaður hitti þar á Hermann Inga Gunnarsson, bónda á bænum Klauf en hann var í óða önn við að ljúka þriðja og síðasta slætti á túnum sínum. Hann var glaðbeittur þrátt fyrir þessa óvæntu truflun og stökk brosandi út úr dráttavélinni. Aðspurður sagði Hermann að það væri í sjálfu sér ekkert óvenjulegt að slegið sé í september. „Ekkert svo, við hreinsum alltaf af túnunum í september. Þetta er þriðja skiptið sem við sláum í sumar en við höfum gert það undan farin 10 ár eða svo.“
Lesa meira

„Við tókumst á við allt sem hægt er að takast á við í íslenskri náttúru“

Bjarni Páll Vilhjálmsson rekur ásamt fjölskyldu sinni ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í hestaferðum með hópa að Saltvík rétt sunnan Húsavíkur. Á bænum er einnig gistiheimili. Bjarni Páll kom heim fyrir skemmstu úr tveggja mánaða hestaferð þvert yfir landið en á annað hundruð manns tóku þátt í ferðinni. Blaðamaður Vikublaðsins heimsótti Bjarna Pál á dögunum og ræddi við hann um ferðina. Bjarni Páll segir að kjarninn í starfseminni sé einmitt þessar lengri hestaferðir sem hann hefur verið að bjóða upp á. „Svo erum við með dagstúra líka og gistiheimili,“ bætir hann við.

Lesa meira

Vel lukkaður Eyfirskur safnadagur

Eyfirski safnadagurinn var haldinn um síðustu helgi og gestum og gangandi boðið að skoða söfn á Eyjafjarðarsvæðinu. Alls tóku 15 söfn á svæðinu þátt í deginum.
Lesa meira