Mannlíf

Benedikt Búálfur í sjónvarpið

Fjölskyldusöngleikurinn Benedikt búálfur, sem Leikfélag Akureyrar hefur sýnt í Samkomuhúsinu, verður sýndur í Sjónvarpi Símans fyrir jólin. Sýningin hefur hlotið dæmalausar vinsældir og hefur nú verið tekin upp af fagfólki fyrir komandi kynslóðir að njóta.
Lesa meira

„Ég nýt þess að prófa mig áfram með mismunandi hráefni í hæsta gæðaflokki“

Dorian Lesman er pólskur kokkur sem starfar á Fosshótel Húsavík. Auk þess rekur hann veisluþjónustu ásamt Martin Varga eiganda gistiheimilisins Tungulendingar á Tjörnesi.
Lesa meira

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Smán í kvöld

Vorið 2019 var Freyvangsleikhúsið með handritasamkeppni og fèkk stjórnin nokkur handrit send til sín undir dulnefnum. Tekin var ákvörðun um að setja á svið verkið Smán og á daginn kom að verkið var eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur. Það átti svo að setja upp verkið haustið 2020 en ástand í samfèlaginu gerði það að verkum að það frestaðist þangað til núna.
Lesa meira

Öllu tjaldað til á sannkölluðum nostalgíutónleikum

Tónlistarhátíðin Eyrarrokk haldin á Verkstæðinu um helgina
Lesa meira

Viðskiptavinir með bros á vör

„Það er virkilega gaman og gefandi að hitta svona mikið af frábæru fólki á haustin, sem tekur manni með kostum og kynjum,“ segja þær Sara Stefánsdóttir og Margrét Hjaltadóttir sem óku um götur Akureyrar um liðna helgi á Grænmetisbílnum. Sara og eiginmaðurinn, Árni Sigurðsson ásamt foreldrum hennar eru með lífræna ræktun á rófum og gulrótum í landi Flögu í Þistilfirði, en selt er undir nafni Akursels þar sem þau voru staðsett áður. Þær hafa farið í söluferðir til þéttbýlisstaða bæði um nágrannabyggðir og lengra til. Ræktunin í ár gekk einkar vel og var uppskera með mesta móti sem þær stöllur segja að helst megi þakka sérlega góðu sumarveðri norðan heiða.
Lesa meira

Landslið í skógarhöggi að störfum í Vaðlareit

„Það hefur gengið mjög vel og allar áætlanir staðist,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga en í liðinni viku ræsti „landslið“ skógarhöggsmanna keðjusagir sínar og hóf að vinna sér leið þvert í gegnum Vaðlareit. Lokið var við að höggva stíginn í byrjun vikunnar og síðustu daga hafa þeir unnið við snyrtingar út fyrir stígasvæðið. „Við verðum svo í því þó nokkurn tíma að keyra út trjáboli og greinar og munum vinna það verkefni í samstarfi við jarðverktaka, Nesbræður,“ segir Ingólfur. Skógræktarfélagið sér um verkefnið og réð til sín alla helstu skógarhöggsmenn landsins, þeir eru í allt 11 talsins komu víða að af landinu til að ryðja skóginn á sem skemmstum tíma þannig að hægt sé að halda dampi í stígagerðinni.
Lesa meira

Að kæra ofbeldi er annað áfall

Karen Birna Þorvaldsdóttir er vísindamaður mánaðarins
Lesa meira

Birkir Blær í beinni á Vamos

Eins og alþjóð veit, eða a.m.k. Akureyringar flestir þá hefur tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson slegið í gegn í sænsku Idol söngkeppninni undan farin misseri.
Lesa meira

Villibráð með lítið kolefnisspor

Hin geysivinsælu villibráðarhlaðborð Fosshótels Húsavík fara fram um helgina, föstudags og laugardagskvöld. Á boðstólnum verða ómótstæðilegir réttir í boði og má þar nefna dádýr, elgur, hreindýr, gæs, önd, skarfur, lundi, paté, súkkulaðimús, bláberjaskyrkaka, tiramisu og margt fleira.
Lesa meira

„Byrjaði að læra á píanó þegar ég var 7 ára og hef ekkert stoppað síðan“

Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri er kominn í úrslitakeppni sænsku Idol söngkeppninnar. Á fyrsta útsláttarkvöldinu sem fram fór á föstudag söng Birkir Blær lagið No Good eftir íslensku hljómsveitina Kaleo. Birkir Blær hefur fengið góðan meðbyr hjá dómnefndinni og líka átt upp á pallborðið hjá sænsku þjóðinni enda komst hann áfram eftir símakosningu í síðustu viku þegar hann söng lagið Sexy and I know it. Hann kemur fram aftur nk. föstudagskvöld og þá mun einnig flutningur hans á laginu No Good verða settur í dóm sænsku þjóðarinnar. Vikublaði sló á þráðinn til Svíþjóðar þar sem Birkir Blær undirbýr sig fyrir næstu beinu útsendingu sem fer fram á morgun föstudag. „Föstudagskvöldið leggst bara helvíti vel í mig þetta er mjög gaman,“ segir hann og útskýrir fyrirkomulag útsláttarkeppninnar: „Um leið og þátturinn kláraðist á föstudag, þá opnaðist fyrir kosninguna og hún lokast ekki fyrr en að næsti þáttur byrjar. Það kemur alltaf í ljós viku síðar hvort ég hafi komist áfram eða ekki. Þetta er gert svona af því að fólk horfir ekki eins mikið á sjónvarp í línulegri dagskrá eins og í gamla daga. Það er því hægt að horfa á þáttinn hvenær sem maður vill og kosið þessa viku sem líður á milli þátta,“ segir Birkir Blær og bætir við að það detti bara einn keppandi út í hverri umferð.
Lesa meira