Vikublaðið kemur út í dag
Vikublaðið kemur út í dag og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar.
Meðal efnis:
*Ferðasumarið á Norðurlandi hefur farið fram úr björtustu vonum þrátt fyrir erfiðar aðstæður að sögn Arnheiðar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Þá er veitingafólk á Akureyri sem blaðið ræddi við afar sátt við sumarið.
*..."Forstjórastarfið leggst ljómandi vel í mig. Ég lít á það sem styrk að þekkja stofnunina og hafa unnið sem framkvæmdastjóri undanfarin ár,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir í samtali við Vikublaðið, en hún var nýlega ráðin sem nýr forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri (SAk). Hildigunnur á langan starfsferil hjá SAk en hún byrjaði að vinna á stofnuninni á menntaskólaárunum.
*Skjalasafni Þingeyinga bárust nýlega áhugaverðar ljósmyndir frá strandi danska flutningaskipsins Hans Sif á Rifstanga á Melrakkasléttu. Skipið strandaði aðfaranótt laugardagsins 10. febrúar 1968. Áhöfninni , 11 manns, var bjargað um borð í varðskipið Þór sem flutti hana til Akureyrar. Um borð voru 800 lestir af síldarmjöli sem átti að flytja til Englands. Blaðamaður Vikublaðsins hitti Jóhannes Geir Einarsson á dögunum og fékk sögur af þessum atburðum.
*Guðmundur Baldvin Guðmundsson er formaður bæjarráðs Akureyrar. Hann hefur lengi verið í bæjarpólitíkinni en næsta vor hefur hann setið í tólf ár í bæjarstjórn Akureyrar fyrir Framsóknarflokkinn. Hann hefur hins vegar ákveðið að segja staðar numið eftir þetta kjörtímabil og snúa sér að öðrum hlutum. Guðmundur er Norðlendingur vikunnar að þessu sinni.
*Kosningaspjallið er á sínum stað og að þessu sinni er rætt við Loga Má Einarsson formann Samfylkinginnar sem leiðir lista flokksins í NA-kjördæmi.
*Þórhallur Guðmundsson tók áskorun frá Önnu systur sinni og heldur um Áskorandapennann. Þá sér Huld Hafliðadóttir um Bakþankaskrifin þessa viku.
*Guðrún Ágústa Ágústsdóttir (Gunna), matartæknir, og Garðar Hólm Stefánsson, matreiðslumeistari hafa umsjón með matarhorninu þessa vikuna. Gunna er fædd í Reykjavík en flutti sem barn í Hólsgerði í Eyjafjarðarsveit, þar sem hún ólst upp. Garðar er fæddur og uppalinn á Akureyri.
*Smábátaeigendur á Húsavík vilja að byggðarráð Norðurþings beiti sér fyrir því að dregin verði lína þvert yfir mynni Skjálfandaflóa, svo takmarka megi dragnótaveiðar nærri landi. Þeir telja að veiðislóðin þoli ekki ágengnina sem fylgi slíkum veiðarfærum og óttast þeir að fiskistofnar þurrkist upp verði ekkert að gert.
Smelltu hér til að gerast áskrifandi.