20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Birkir Blær í beinni á Vamos
Eins og alþjóð veit, eða a.m.k. Akureyringar flestir þá hefur tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson slegið í gegn í sænsku Idol söngkeppninni undan farin misseri.
Birkir er kominn áfram í síðari hluta keppninnar. Keppnin fer fram öll föstudagskvöld en í viku hverri dettur einn keppandi út fram í miðjan desember þegar sigurvegarinn verðu krýndur.
Birkir Blær er einn 11 keppenda sem eftir eru og stígur á svið annað kvöld. Hann mun flytja lagið A change is gonna come með Sam Cooke.
Vegna réttindamála er ekki hægt að horfa á keppnina hérlendis með hefðbundnum hætti en stjúpfaðir Birkis Blæs hefur samið við sjónvarpsstöðina TV4 í Svíþjóð og fengið leyfi til að sýna frá keppninni á skjá.
Það verður því hægt að fylgjast með Birki Blæ á skjánum frá veitingastaðnum Vamos á Ráðhústorgi. Útsending hefst kl 18. á morgun.