Læstar fréttir

Sjálfstæð útfararstofa tekur til starfa á Húsavík

Guðný Steingrímsdóttir sneri nýverið aftur til heimahaganna eftir 16 ár í burtu og virtist hin kátasta að vera komin heim þegar blaðamaður Vikublaðsins heyrði í henni á dögunum. Guðný er búin að opna útfararþjónustu sem hún mun sinna sjálf í samstarfi við kirkjuna. Hún útskrifaðist árið 2007 sem félagsráðgjafi og hefur síðan unnið sem slíkur hjá Reykjavíkurborg í hefðbundinni félagsþjónustu og síðast liðin 9 ár hefur hún verið á Landspítalanum, bæði á krabbameinsdeild og síðan á geðdeildunum. „Þar liggur mín reynsla sem ég á von á að muni nýtast vel í útfararþjónustunni,“ segir Guðný sem starfar einnig á Hvammi, heimili aldraðra samhliða útfararþjónustunni.
Lesa meira

Matgæðingur vikunnar: Elskar að næra annað fólk

„Ég er ein þeirra sem elskar að næra annað fólk. Að setja ást og athygli í hráefni sem eru stútfull af næringu er tíma vel varið!,“ segir Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir sem er matgæðingur vikunnar. „Þar sem ég vinn við að aðstoða fólk við að bæta heilsuna hef ég margoft séð hversu mikil áhrif gott mataræði hefur á bæði líkamlega og andlega heilsu. Það hef ég ekki hvað síst fundið á eigin skinni og vanda því valið þegar kemur að mat. Góðgæti og gúmmelaði þarf t.d. ekki að vera ruslfæði, þvert á móti. Við getum auðveldlega gert vel við okkur og notið góðs af því á sama tíma! Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef...
Lesa meira

Samdráttur blasir við

„Það er von okkar að með því að vinna saman að því að finna bestu lausnir og útfærslur muni bæjarbúar finna sem allra minnst fyrir hagræðingaraðgerðum en sem allra mest fyrir þeim umbótum sem framundan eru,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrar í samtali við Vikublaðið. Kynnt var sú ákvörðun í vikunni að afnema minni- og meirihluta í bæjarstjórn það sem eftir lifir kjörtímabils. Bæjarstjórnin hefur gert með sér samstarfssáttmála um hvaða aðgerða verða gripið til. Spurð um hvernig bæjaryfirvöld ætli að útfæra einstakar aðgerðir segir Halla Björk....
Lesa meira

Matgæðingur vikunnar: Lærði að elda í Litháen 8 ára gömul

„September er tíminn, ekki satt? Tíminn fyrir nýjar áskorarnir, rútínu, skóla, námskeið og hollari mat. Ég er akkúrat ein af þeim sem eru með fullt af markmiðum fyrir haustið en rétta mataræði og lífstill er sú fyrsti,“ segir Vaiva Straukaite sem hefur umsjón með Matarhorninu þessa vikuna. „Ég er grafískur hönnuður og eigandi litlu hönnunarstofunnar Studio Vast sem ég er smátt og smátt að byggja upp. Ég vil láta drauminn minn rætast, skapa mér atvinnu í því sem ég hef svo mikla ástríðu fyrir og vinnunni fylgir yfirleitt mikil hamingja. Á móti upplifi ég stress og kvíða og því er mikilvægt fyrir mig að passa uppá venjur og sækjast í það sem hjálpar mér að halda góðu jafnvægi. Ég kem frá Litháen þar sem ég lærði að elda frá 8 ára aldri og eldamennska....
Lesa meira

Óvissu vetur framundan

Meirihluti forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi telja að fyrirtæki þeirra muni komast í gegnum þá erfiðleika sem Covid-19 faraldurinn hefur orsakað. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Markaðsstofa Norðurlands stóð fyrir í ágúst. Samtals sögðu 76% aðspurðra að það væri líklegt eða mjög líklegt að fyrirtæki þeirra myndi lifa af það ástand sem hefur skapast vegna Covid-19. Þó hefur þeim fjölgað sem segjast óvissir um hvort fyrirtækið verði opið næstu 12 mánuði, en það fór úr 8% í 18%. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir í samtali við Vikublaðið að ferðasumarið á Norðurlandi hafi gengið vonum framar en óvissa sé með veturinn...
Lesa meira

„Niðurgreiðsla á innanlandsflugi mun styrkja landsbyggðina“

Niðurgreiðsla á innanlandsflugi undir heitinu Loftbrú fyrir fólk með fasta búsetu á landsbyggðinni tók gildi núna í september. Fyrirmyndin er hin svokallaða skoska leið og nemur niðurgreiðslan 40% af fargjaldinu. Skoska leiðin felur í sér heimild fyrir ríkissjóð til að niðurgreiða fargjöld íbúa og nemenda sem búa í meira en 275 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni; af tveimur flugleggjum á þessu ári en af sex flugleggjum á því næsta. Undir Loftbrú þetta falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póstnúmera og alls ná afsláttarkjör til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum. Markmiðið er að jafna aðgengi þeirra að þjónustu sem ekki er í boði í heimabyggð. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi, hefur barist lengi fyrir niðurgreiðslu á innanlandsflugi en hann ræddi þetta fyrst í bæjarstjórn Akureyrar á sínum tíma. Í samtali við Vikublaðið segir Njáll Trausti að þetta sé stór áfangi. „Það er erfitt að lýsa..
Lesa meira

Hugmyndir um frumkvöðlasetur í gamla frystihúsinu á Húsavík

Fulltrúar Þekkingarnets Þingeyinga (ÞÞ) mættu á fund byggðarráðs Norðurþings á dögunum og kynntu hugmyndir um uppbyggingu frumkvöðlaseturs á Húsavík. Hugmyndirnar miða að því að auka samstarf stofnana og fyrirtækja í héraðinu m.a. með það í huga að stækka þá klasa sem starfa við rannsóknir og þróun á starfssvæðinu og koma þeim fyrir undir sama þaki eins og greint er frá á vef ÞÞ. Þekkingarnetið vinnur nú að þessum málum með hlutaðeigandi stofnunum, þ.m.t. Náttúrustofu Norðausturlands, Rannsóknasetri Háskóla Íslands og SSNE. Og standa vonir til þess að í Þingeyjarsýslu verði hægt á næstu misserum að efla verulega starfsemi í atvinnuþróun, rannsóknum og menntunarþjónustu, íbúum og atvinnulífi til góða. Einn þáttur í þessari endurskoðun þekkingargeirans á svæðinu snýst um að stofnsetja og tryggja rekstur í aukna þjónustu við frumkvöðla og nýsköpunarverkefni um allt hérað. Á þeim grunni er einnig sérstaklega unnið að uppbyggingu öflugs frumkvöðlaseturs á Húsavík, sem mynda muni suðupott atvinnulífs og rannsókna innan um þekkingarstarfsemina. Viðræður standa yfir um nýja húsnæðiskosti til þessarar starfsemi, einkum á Húsavík og í Mývatnssveit.
Lesa meira

„Fegurðin er mæld í kótelettum“

Aðalsteinn Árni Baldursson er líklega best þekktur sem verkalýðsforingi enda verið formaður Framsýnar stéttarfélags lengur en margar kyn slóðir muna. Aðalsteinn sem oftast gengur undir nafninu Kúti í nær samfélaginu, og við höldum okkur við það í þessum texta; er einnig gangnaforingi í Húsavíkurrétt eða fjallkóngur eins og það er gjarnan kallað. Þá er Kúti formaður fjáreigendafélags Húsavíkur og hefur gegnt því embætti lengst af frá stofnun þess 16. júlí 1983. Ég heimsótti Kúta fyrir skemmstu og ræddi við hann um merkileg tímamót og hvernig tímarnir hafa formað þennan mikla áhuga bónda sem að eigin sögn ræktar besta féð á Húsavík og það þótt víðar væri leitað. Kúti verður sextugur á þessu ári en það eru ekki einu tímamót hans á árinu því um síðustu helgi var réttað í Húsavíkurrétt og tók þessi stolti fjárbóndi þá þátt í göngum í fimmtugasta sinn. Þegar Kúti var að verða 10 ára byrjaði hann að ganga á fjall eftir fé með föður sínum sem var áhugabóndi á Húsavík ásamt mörgum fleirum. „Þetta var sérstakur söfnuður sem átti kindur á þessum tíma enda var þetta líka hluti af lífsbaráttu þessara tíma. Menn voru að vinna fulla vinnu en áttu líka kindur til að brauðfæða fjölskyldur sínar,“ segir Kúti og bætir við að hann hafi strax drukkið í sig þennan áhuga á sauðfjárbúskap föður síns. „Frá þessum tíma, 1970 til dagsins í dag hef ég farið í göngur á hverju einasta ári. Hér áður fyrr voru oft settar upp þrennar göngur á haustin. Aðal göngur og síðan eftirleitir. Síðan hefur þetta breyst með tímanum í einar stórar göngur og síðan fara menn á bílum og gjarna með hunda í eftirleitir og handsama fé hér og þar og alls staðar. Svo nú í seinni tíð hefur áhugi á göngum aukist mikið. Þetta er orðið mikið sport og mikið af gestum og jafnvel erlent ferðafólk hefur verið að taka þátt í göngum með okkur.“ Göngum í ár var flýtt vegna veðurs, þær áttu að fara fram 12. september en fóru fram nú á laugardaginn 5. september. Göngurnar fóru fram með talsvert breyttu sniði í ár vegna títt um ræddrar kórónuveiru. En aðgengi utanaðkomandi var bannað og samneyti gangnamanna var takmarkað. „Auðvitað verð ég að virða þessar takmarkanir en það hefði verið gaman að halda upp á þessi tíma mót og bjóða upp á veitingar og annað slíkt, en það bíður bara betri tíma,“ útskýrir Kúti.
Lesa meira

Vilja skaffa unglingum aðstöðu til hljómsveitaræfinga

Á fundi sínum þann 25. maí sl. fól fjölskylduráð Norðurþings íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslufulltrúa að gera kostnaðaráætlun og útfæra hugmyndir að rekstri úrræðis fyrir hljómsveitarstarf unglinga á Húsavík samkvæmt tillögu skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur. Nú hefur sú kostnaðaráætlun verið lögð fram til kynningar og hefur ráðið fjallað um hana og hugmyndir að rekstri úrræðis fyrir hljómsveitarstarf unglinga á Húsavík. „Ráðinu líst vel á einhverskonar rekstur á slíku hljómsveitarstarfi og felur íþrótta- og tómstundafulltrúi og fræðslufulltrúa að vera í samstarfi við skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur um frekari útfærslur á hugmyndinni, húsnæði og kostnaðarskiptingu,“ segir í bókun fjölskylduráðs. Í samtali við Vikublaðið segir Guðrún Ingimundardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur að málið snúist um aðstöðu fyrir nemendur sem eru að læra á popp-hljóðfæri eða svo kölluð rythmísk hljóðfæri til að koma saman og æfa sig.
Lesa meira

Skert þjónusta blasir við og gæti komið til uppsagna

Rekstur Akureyrarbæjar er þungur en halli á aðalsjóðs bæjarins var áætlaður um einn milljarður króna en núna stefnir í að hallinn verði langleiðina í þrjá milljarða króna. Að mati Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra þarf að skoða allan rekstur bæjarins og ljóst að skera þarf niður í þjónustu til að rétta reksturinn af. „Það er ljóst að við þurfum að rifa seglin til að mæta þeirri djúpu efnahagslægð sem kemur í kjölfar heimsfaraldursins en það verður að sjálfsögðu ekki gert á einu ári. Við horfum til þess að rekstur sveitarfélagsins komist aftur á réttan kjöl innan fimm ára,“ segir Ásthildur í samtali við Vikublaðið. Spurð um skerðingu á þjónustu segir Ásthildur sjónum verði fyrst og fremst beint að þeirri þjónustu sem er valkvæð og sveitarfélaginu er ekki skylt að veita.
Lesa meira