Lokað efni
01.02
Egill Páll Egilsson
Agnes Ýr Guðmundsdóttir er fædd og uppalin á Húsavík. Eftir útskrift í Framhaldsskólanum á Húsavík fór hún beint til Bremen í Þýskalandi í eitt ár, og svo heim til Húsavíkur í eitt ár aftur að vinna (bætti reyndar við sig stærðfræði, tækniteiknun, eðlisfræði samhliða því í FSH). Þaðan fór Agnes til Ítalíu (Rómar) í ítölskunám og vinnu, og svo í Kópavoginn. Hún fór þá í Iðnskólann í Hafnarfirði og tók próf í Iðnhönnun, vann á fasteignasölu og arkítektastofu (ASK). Þaðan lá leiðin til Barcelona þar sem Agnes lærði arkítektúr og vann á arkítektastofu í stórum og spennandi verkefnum með Richard Rogers teyminu frá UK. Þaðan til Los Angeles, bætti við sig meistaranámi í innanhússarkítektúr (MIA), og vann á nokkrum arkítekta og hönnunarstofum meðfram því.
Agnes eignaðist 3 stelpur á 5 árum með Jesse, eiginmanni sínum. „Við fluttum niður að ströndinni í Long Beach þar sem við búum enn þá (eða allt dótið okkar býr þar núna í okkar íbúð).“
Fjölskylduhagir?
Á 3 dætur, Lóu, Eyju og Völu með manninum mínum Jesse og nú búum við í Gamla Skólanum á Húsavík.
Við fluttum heim til Húsavíkur í Ágúst 2020, en það sem ýtti okkur af stað núna sérstaklega var að það stóð þannig á að Jesse gat komist frá vinnu frekar auðveldlega. Ég var ekki byrjuð að vinna úti eftir barn nr.3 og eldri stelpurnar voru búnar að vera heima síðan í mars þegar öllum skólum var lokað. Barn í 1. bekk og Forskóla í fjarkennslu (og lítið systkini sem er svolítið fyrir að trufla) er eitthvað sem bara gengur ekki upp, annað foreldrið vinnandi úti allan daginn mánudaga til laugardags yfirleitt, það var allavega ekki auðvelt fyrir mig. Mér fannst mjög erfitt að sjá til þess að þær kláruðu öll verkefni o.þ.h, þó það væri svo sem ekkert mikil pressa frá skólanum því þetta var mjög í lausu lofti og enginn vissi hvað þetta yrði langt tímabil, allir voru bara að reyna að meika kannski 2 vikur í senn.
Við ræddum Íslandsflutning af og til um sumarið en tókum svo bara ákvörðun í byrjun ágúst, og allt gekk upp. Við spurðumst fyrir og leigðum svo fullbúna íbúð með öllu sem þarf (og þar að auki við hliðina á barnaskólanum, í þessu gamla fallega húsi „Gamla Skólanum“) og bíl með bílstólum sem beið okkar á Keflavíkurflugvelli við komuna, hlaðinn af heimasmurðu nesti. Við komum bara með ferðatöskur og öll þau hlýju föt sem við áttum ónotuð frá LA.“
Lesa meira
Lokað efni
01.02
Tryggvi Kristjánsson er einn eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Bjargs á Akureyri en líkamsræktarstöðvar landsins fengu að opna á ný fyrir um tveimur vikum eftir meira en þriggja mánaða samfellda lokun. Tryggvi hefur áralanga reynslu af þjálfun og heilsufræðum og starfar sem þjálfari á Bjargi auk þess að sjá um reksturinn. Vikublaðið tók Tryggva tali og ræddi við hann mikilvægi hreyfingar, hollt matarræði og góða lýðheilsu almennt. „Stemmningin hérna á Bjargi hefur verið afskaplega góð síðan við fengum að opna og eru bæði viðskiptavinir okkar og þjálfarar mjög kátir að komast aftur í ræktina eftir að hafa haft lokað í þrjá og hálfan mánuð. Það má segja að það hafi ríkt ákveðin „reunion“ stemning hjá okkur síðan við opnuðum og allir brosandi út að eyrum,“ segir Tryggvi. „Þetta var afar kærkomið og löngu orðið tímabært að fá líf í Bjargið á ný. Þetta er búið að vera hálf draugalegt síðustu mánuði.“
Lesa meira
Lokað efni
22.01
Akureyringurinn Benedikt Brynleifsson er einn helsti trommuleikari landsins og hefur starfað sjálfstætt sem slíkur í meira en áratug. Hann hóf ferilinn með 200.000 Naglbítum á sínum tíma og hefur spilað í ótal hljómsveitum og með ýmsum tónlistarmönnum undanfarin ár. Benedikt er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum....
Lesa meira
Lokað efni
18.01
Egill Páll Egilsson
Sonja Sif Þórólfsdóttir, blaðamaður á mbl.is á ættir að rekja í Bárðardal og Tjörnes en er uppalin á Húsavík. Hún er gallharður Liverpool aðdáandi og ástríðufullur súrdeigsbakari. Sonja Sif er Norðlendingur vikunnar.
Fjölskylduhagir?
Ég leigi með vinkonu minni og Húsvíkingnum Ásrúnu Ósk Einarsdóttur í Vesturbæ Reykjavíkur um þessar mundir.
Helstu áhugamál?
Ég tek reglulega upp ný áhugamál en svo gleymi ég þeim jafnóðum eða hef ekki tíma fyrir þau. En fréttir, stjórnmál og fótbolti hafa fylgt mér lengi. Síðan hef ég áhuga á kaffigerð, súrdeigsbakstri og tók nýlega upp á því að prjóna.
Lesa meira
Lokað efni
18.01
Arnór Þór Gunnarsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í handbolta á HM í kvöld en Ísland mætirþá Marakkó. Framundan eru svo leikir gegn Sviss, Frakklandi og Noregi í milliriðli. Arnór er fyrirliði liðsins á mótinu en hann er einn leikreyndasti leikmaður liðsins. Arnór, sem er uppalinn Akureyringur og Þórsari, leikur með Bergischer HC í þýsku úrvalsdeildinni. Arnór er íþróttamaður vikunnar að þessu sinni og situr fyrir svörum...
Lesa meira
Lokað efni
17.01
Freyr Ingólfsson er efnaverkfræðingur og framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Elkem á Íslandi. Hann er búinn að vera að hrærast í kísiliðnaðinum undanfarin 4 ár og ný tekinn við sem framkvæmdastjóri framleiðslu Elkem á Íslandi en var þar á undan hjá PCC BakkiSilicon sem hráefnasérfræðingur, framleiðslustjóri og framkvæmdastjóri lokavöru. Freyr hefur umsjón með matarhorninu þessa vikuna.
Lesa meira
Lokað efni
16.01
Jón Óðinn Waage flutti út til Svíþjóðar ásamt konunni sinni Ingu Björk Harðardóttur í byrjun september árið 2015 en þau búa í smábæ í Mið-Svíðþjóð. Ódi, eins og hann er jafnan kallaður, er uppalinn Akureyringur og einn helsti júdófrömuður landsins. Hann starfar við kennslu í grunnskóla og talar sænskuna reiprennandi. Vikublaðið ræddi við Óda um lífið í Svíþjóð. „Lífið gengur sinn vanagang hérna í Svíþjóð þrátt fyrir Covid-19. Ég vinn í grunnskóla og þar hafa yfirvöld ákveðið að Covid finnist ekki og þess vegna er engin breyting þar,“ segir Ódi. -Síðast þegar ég ræddi við þig varstu í sænskunámi. Ertu orðinn altalandi á sænsku? „Stuttu eftir að ég kom las ég rannsókn sem sýndi að í kringum fimmtugsaldurinn tapaði maður getunni til að læra ný tungumál. Ég kom hingað þegar ég var 52 ára gamall og tala sænsku reiprennandi núna. Þeir eru að vinna að nýrri rannsókn skilst mér,“ segir Ódi í léttum dúr.
Lesa meira
Lokað efni
15.01
Líkamsræktarstöðvar landsins fengu að í vikunni með miklum takmörkunum þó eftir rúmlega þriggja mánaða lokun. Einungis eru leyfðir hópatímar þar sem allt að 20 manns mega koma saman. Í World Class verður boðið upp bæði þol-og styrktarþjálfun í hópatímum. Sigurður Gestsson hefur starfað sem einkaþjálfari í áraraðir og á stóran kúnnahóp í World Class. Hann fagnar því að nú sé hægt að opna að einhverju leyti. „Þetta er búið að vera ansi langur tími og því ánægjulegt að geta opnað, þó þetta sé mjög takmarkað fyrst um sinn. En það er betra en ekkert og mér líst vel á þetta,“ segir Sigurður í samtali við Vikublaðið. Í venjulegu árferði er Sigurður að þjálfa hálfan daginn og á móti sinnir hann ýmsum viðgerðum og viðhaldi á tækjabúnaði í World Class-stöðvunum á Akureyri. „Ég hef því einbeitt mér algjörlega að því undanfarna mánuði og hef t.d. verið að flísaleggja klefana og skipta út ljósum og gera við tæki. Það er ýmislegt sem fellur til og ég reyni að nýta tímann vel,“ segir Sigurður.
Lesa meira
Lokað efni
11.01
Vikublaðið fékk nokkra aðila til þess að segja frá vonum og væntingum á nýju ári. Virðast flestir á því að árið 2021 muni verða okkur betra en árið á undan sem óhætt er að segja að hafa verið þungt í vöfum fyrir marga. „Ég er full bjartsýni fyrir þetta ár, er ekki viss um að ég fari að pakka ofan í ferðatöskur og halda á framandi slóðir en vona að við náum öll að eiga meiri samveru með fólkinu okkar á þessu ári en árið 2020. Ég hlakka mikið til að gera farið að hitta vini og vandamenn yfir kaffibolla eða hádegisverði og heyra sögur af því sem er að gerast utan kúlunnar sem ég sjálf er í,” segir Helga Kvam tónlistarkona...
Lesa meira
Lokað efni
11.01
Egill Páll Egilsson
Fiskarnir
9. febrúar til 20. mars
Árið byrjar eins og best verður á kosið fyrir þig. Þú finnur fyrir aukinni orku með hækkandi sól og ákveður að endurnýja eldhúsið eins og makinn þinn er búinn að tuða um lengur en þú vilt muna. Þú finnur gömul Gulli byggir vídeó á youtube og hefst handa við að rífa það gamla. Þar með er orkan búin og þú situr uppi með ekkert eldhús en ekki örvænta, með vorinu eru búið að slaka nægilega á samkomutakmörkunum þannig að þú getur borðað úti það sem eftir er af árinu.
Þú munt finna fyrir því að ástin mun blómstra með vorinu og hugleiðir að eiga rómantískt sumar en gerir svo ekkert í því. Ástin kulnar fljótt aftur og verður köld eins og ýsuflak sem hentar þér vel, enda ertu fiskur.
Lesa meira