„Niðurgreiðsla á innanlandsflugi mun styrkja landsbyggðina“

Njáll Trausti Friðbertsson.
Njáll Trausti Friðbertsson.

Niðurgreiðsla á innanlandsflugi undir heitinu Loftbrú fyrir fólk með fasta búsetu á landsbyggðinni tók gildi núna í september. Fyrirmyndin er hin svokallaða skoska leið og nemur niðurgreiðslan 40% af fargjaldinu. Skoska leiðin felur í sér heimild fyrir ríkissjóð til að niðurgreiða fargjöld íbúa og nemenda sem búa í meira en 275 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni; af tveimur flugleggjum á þessu ári en af sex flugleggjum á því næsta. Undir Loftbrú þetta falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póstnúmera og alls ná afsláttarkjör til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum. Markmiðið er að jafna aðgengi þeirra að þjónustu sem ekki er í boði í heimabyggð. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi, hefur barist lengi fyrir niðurgreiðslu á innanlandsflugi en hann ræddi þetta fyrst í bæjarstjórn Akureyrar á sínum tíma. Í samtali við Vikublaðið segir Njáll Trausti að þetta sé stór áfangi. „Það er erfitt að lýsa..

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast