Læstar fréttir

Langanes í sögubækurnar í geimvísindum

Sauðanes á Langanesi komst í sögubækur geimvísinda á Íslandi þegar eldflaug skoska fyrirtækisins Skyrora var skotið á loft þaðan um klukkan tíu á sunnudagsmorgun fyrir viku. Áður hafði skotinu verið frestað tvisvar vegna veðurs en þetta var fyrsta eldflaugaskotið frá Íslandi í hálfa öld.
Lesa meira

Stefna á grænann iðngarð á Bakka

Á fundi Byggðarráðs Norðurþings í síðustu viku gerði sveitarstjóri, Kristján Þór Magnússon grein fyrir stöðu mála í kjölfar fundar með fulltrúum ríkisstjórnarinnar um framtíð atvinnuuppbyggingar á Bakka frá í júlí sl.
Lesa meira

Norðursigling óskar eftir frestun á innheimtu farþegagjalda

Silja Jóhannesdóttir formaður ráðsins sagði aðspurð að henni þætti ótækt að herja á ferðaþjónustufyrirtæki sem væru í vanda vegna áhrifa af Kórónuveirufaraldrinum. „Þess vegna leggjum við til að byggðarráð endurskoði þessa ákvörðun svo ferðaþjónustufyrirtækin fái nauðsynlegt svigrúm til að búa sig undir komandi haust og vetur.“
Lesa meira

Geitungar og bitmý herja á Húsvíkinga

Mikli umræða hefur verið um lúsmý sem herjað hefur á landsmenn í sumar en Árni Logi segir að það sé blessunarlega ekki komið til Húsavíkur þó það hafi fundist í Eyjafirði. „En hingað virðist vera kominn í bæinn annað meindýr ef ég leyfi mér að kalla hann því nafni en það er starinn,“ segi Árni Logi en að hans sögn fylgir staranum lús sem bítur fólk ekki síður en lúsmýið.
Lesa meira

Biðlisti á tjaldsvæði Norðurþings

Það hefur ekki farið fram hjá bæjarbúum að tjaldstæðið á Húsavík er búið að vera meira og minna fullt í allt sumar sama hvernig viðrar og Sólbrekka hefur á tíðum minnt á göngugötu þegar gestir úr Sjóböðunum ganga þar um á leið til og frá tjaldstæðinu.
Lesa meira

Snjóþungur vetur olli miklum skemmdum í skógum

Gríðarmiklar skemmdir urðu á trjágróðri í Kjarnaskógi á liðnum vetri. Mikil grisjunarvinna hefur verið unnin undanfarnar vikur í Kjarnaskógi , Vaðlareit, Leyningshólum og Hánefsstöðum í Svarfaðardal.
Lesa meira

Á sama stað, með sömu flugu og fékk jafnstóran fisk

„Þetta er eiginlega með ólíkindum, en virkilega gaman og eftirminnilegt,” segir Jón Gunnar Benjamínsson en bróðursonur hans, Benjamín Þorri Bergsson sem er 14 ára gamall veiddi 60 sentímetra langan urriða í Brunnhellishróf sem er í Laxá í Mývatnssveit þar sem hún rennur um land Geirastaða, beint neðan við Miðkvísl. Það í sjálfu sér er ef til vill ekki í frásögu færandi, heldur að Benjamín Þorri veiddi fyrir einu ári á sama stað og með sömu flugu nákvæmlega jafnstóran urriða. Sá var tekin með heim en þeim sem veiddur var nýverið sleppt.
Lesa meira

Engin formleg skólasetning í Framhaldsskólanum á Húsavík

„Miðað við þá stöðu sem er uppi núna og það sem er að gerst í skólahaldi á framhaldsskólastigi á landsvísu þá var tekin ákvörðun um það að nota næstu viku alla í undirbúning og skipulagningu. Við þurfum ákveðinn tíma til að skipuleggja svo við getum haldið úti skólastarfi"
Lesa meira

Þá var kátt í höllinni

Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum er nú á hringferð um landið og heldur fimleikasýningar víðsvegar um landið. Á sunnudag var fimleikahópurinn staddur á Húsavík og bauð til sannkallaðrar veislu fyrir skilningarvitin í íþróttahöllinni.
Lesa meira

Bjórhlaupsmeistari Húsavíkur krýndur

Síðastliðinn laugardag fór í fyrsta sinn fram á Húsavík svo kallað bjórhlaup en það var Húsavík Öl í samstarfi við Völsung sem stóð fyrir viðburðinum. Hlaupið var öllum opið sem náð hafa 20 ára aldri og þótti þátttaka mjög góð eða ríflega 30 manns. Á meðal þátttakenda mátti finna fyrrum landsliðsmenn í fótbolta og íslandsmeistara í maraþoni.
Lesa meira