13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Óvissu vetur framundan
Meirihluti forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi telja að fyrirtæki þeirra muni komast í gegnum þá erfiðleika sem Covid-19 faraldurinn hefur orsakað. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Markaðsstofa Norðurlands stóð fyrir í ágúst. Samtals sögðu 76% aðspurðra að það væri líklegt eða mjög líklegt að fyrirtæki þeirra myndi lifa af það ástand sem hefur skapast vegna Covid-19. Þó hefur þeim fjölgað sem segjast óvissir um hvort fyrirtækið verði opið næstu 12 mánuði, en það fór úr 8% í 18%. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir í samtali við Vikublaðið að ferðasumarið á Norðurlandi hafi gengið vonum framar en óvissa sé með veturinn...