Lokað efni
10.01
Ásta Hermannsdóttir er sérfræðingur hjá PCC á Bakka og einn af eigendum crossfit stöðvarinnar á Húsavík. Ásta nam einnig næringarfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist árið 2014. Hún veit því allt um það hvernig huga skal að heilsunni og réttir vikunnar endurspegla það. Ásta hefur umsjón með Matarhorninu þessa vikuna. „Þetta er létt og gott janúarstöff sem vonandi flestir geta leikið eftir!“
Lesa meira
Lokað efni
09.01
Jón Már Héðinsson er skólameistari Menntaskólans á Akureyri og hefur verið um árabil. Hann er Vestfirðingur í húð og hár, hefur brennandi áhuga á starfinu og segir krefjandi verkefni bíða. Jón Már er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum. „Ég hef áhuga á því sem ég er að fást við hvert sinn. Ég hef brennandi ástríðu fyrir því að vinna með mínu fólki við að koma MA í gegnum þrengingar næstu tveggja ára. Það er spennandi og krefjandi. Þess utan hef ég áhuga á hreyfingu, göngu, sundi og golfi.....
Lesa meira
Lokað efni
23.12
,,Jólin í sveitinni voru dásamleg, allt fór í hátíðlegan búning, líka þessir hversdagslegu hlutir eins og að fara í fjárhúsin,“ segir Sigrún Sigurpálsdóttir um jólin heima í sveitinni. Sigrún er 35 ára gömul, uppalin í Fnjóskadal, fjögurra barna móðir og starfar við samfélagsmiðla. Í dag býr Sigrún á Egilsstöðum ásamt sambýlismanni sínum og börnum. Faðir Sigrúnar vann hjá Skógrækt ríkisins og valdi hann alltaf fallegt jólatré fyrir fjölskylduna. ,,Það var alltaf mikil spenna þegar hann renndi í hlaðið með tréð á kerru og maður fékk að sjá gripinn. Þorláksmessukvöld fór í að skreyta tréð, maður dundaði sér oft að skreyta langt fram eftir kvöldi,“ segir Sigrún. Lifandi jólatré hafa verið stór partur af jólahátíðinni hjá Sigrúnu og fjölskyldunni.
Lesa meira
Lokað efni
22.12
Jóhannes Sigurjónsson fyrrverandi ritstjóri Víkurblaðsins og Skarps er Norðlendingur vikunnar. Jóhannes fór á eftirlaun fyrr á þessu ári eftir að hafa þjónað Þingeyingum í ríflega 40 ár sem ritstjóri og álitsgjafi. Hann fæddist í prestsbústaðnum á Bolungarvík og bjó þar fyrstu 3 árinu, en hefur eftir það meira og minna alið manninn á Húsavík. Jóhannes er Norðlendingur vikunnar að þessu sinni og situr fyrir svörum...
Lesa meira
Lokað efni
22.12
Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir hefur umsjón með Matarhorni vikunnar. Þórgunnur hefur verið skólastjóri Borgarhólsskóla á Húsavík síðan árið 2010 en var áður skólastjóri á Ólafsfirði. „Ég hef starfað sem skólastjóri í 20 ár og finnst það alltaf jafngaman. Ég er áhugamanneskja um mat og áhrif hans á lífsgæðin okkar. Það skiptir ótrúlega miklu hvað við setjum ofan í okkur og ekki hentar það sama öllum. Ég hef líka mjög gaman af því að prófa nýjar mataruppskriftir eða leika af fingrum fram í eldhúsinu. Stórfjölskyldan gefur manni líka tækifæri til þess þar sem fjölbreytni í óþoli og ofnæmi er þó nokkur hjá nokkrum fjölskyldumeðlimum. Það má segja að áramótaatriðið með jólaboðinu hafi verið innlit í jólaboð heima hjá mér. Ég hef verið spurð að því hvort ég eldi aldrei sama matinn tvisvar. Vissulega geri ég það. Þar sem jólamaturinn fer að detta inn með öllu tilheyrandi ætla ég að minna á „léttan“ mat fyrir kroppinn,“ segir Þórgunnur en hún er matgæðingur vikunnar.
Lesa meira
Lokað efni
21.12
Egill Páll Egilsson
Baldur Kristjánsson er Húsvíkingur sem er búsettur í Osló í Noregi. Hann vinnur á landslagsarkítektastofunni Trifolia sem hann er meðeigandi í. En í frítíma sínum sinnir hann köllun sinni sem er listin. Myndir hans eru draumkenndar teikningar og notast Baldur aðallega við blýant og þurrpastel. Baldur er kominn með barnabók á teikniborðið og er kominn í samstarf við nýja vefverslun sem heitir Vegglist.is og eru eftirprentanir eftir Baldur á leið á markað innan skamms. Vikublaðið ræddi við Baldur á dögunum.
Baldur er borinn og barnfæddur Húsvíkingur og er með ástíðu fyrir sveitinni enda segist hann dreyma um það að verða hobby-sauðfjárbóndi í framtíðinni. Hann notar enda hvert tækifæri til þess að komast heim í sveitina og missir helst ekki af göngum og sauðburði ef hann er á landinu en hann er ættaður innan úr Öxarfirði.
Baldur útskrifaðist með BA gráðu í Arkítektúr frá Listaháskóla Íslands árið 2008 en hann segir að það hafi alltaf verið draumur að fara eitthvað erlendis til að halda áfram námi. „Það var ekki boðið upp á Master í Listaháskólanum þannig að það var alltaf planið að fara eitthvað út,“ segir Baldur og bætir við hlæjandi: „Árið 2008 var reyndar ekkert sérstaklega gott fyrir arkítekta og enga vinnu að fá í þeim bransa. Ég hef alltaf haft mestan áhuga fyrir landslagsarkítektúr og langaði til að sérhæfa mig í því.“
Lesa meira
Lokað efni
20.12
Sunna Björgvinsdóttir var nýverið valin íshokkíkona ársins 2020 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Sunna lék með Skautafélagi Akureyrar um árabil þar til hún flutti til Svíþjóðar og hefur leikið þar undanfarin misseri með Sodertelje SK og IF Troja-Ljungby með góðum árangri. Sunna var valin í landslið Íslands sem tók þátt í heimsmeistaramóti kvenna sem haldið var á Akureyri í febrúar 2020. Þar var Sunna ein af lykilkonum liðsins og skoraði fimm mörk og átti fjórar stoðsendingar. Landslið Íslands lenti í öðru sæti á mótinu og fékk silfurverðlaun. „Sunna er einstaklega jákvæð, góður liðsfélagi og er fyrirmynd margra yngri iðkennda. Sunna hefur sýnt það að hún er liði sínu og landsliði ávallt til sóma hvort sem það er í leik eða utan hans,“ segir í umsögn um Sunnu á vef Íshokkísambandsins. Sunna er Íþróttamaður vikunnar að þessu sinni.
Lesa meira
Lokað efni
18.12
Karl Eskil Pálsson nær þeim áfanga um áramótin að hafa starfað í þrjátíu ár við fjölmiðlun, allaf með aðsetur á Akureyri og þá með fréttir af landsbyggðunum sem sérgrein. Fyrstu tuttugu árin starfaði hann á fréttastofu Ríkisútvarpsins með aðsetur á Akureyri. Hann hefur undanfarin fimm ár starfað á sjónvarpsstöðinni N4 en áður var hann sjálfstæður fjölmiðlamaður og ritstjóri Vikudags. Vikublaðið settist í vikunni niður með Karli og gerði upp þessa þrjá áratugi.
Lesa meira
Lokað efni
16.12
Akureyrska knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa spilað með landsliðinu í 13 ár. Hún er þó hvergi nærri hætt í boltanum. Rakel verður 32 árs gömul núna í desember og á að baki 103 A-landsleiki og skorað í þeim níu mörk. Hún lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2008. Hún spilar með Breiðabliki í úrvalsdeild kvenna en hefur einnig leikið með uppeldisfélagi sínu Þór/KA, Bröndby, Limhamn Bunkeflo og Reading á ferlinum. Rakel Hönnudóttir er Íþróttamaður vikunnar og situr fyrir svörum...
Lesa meira
Lokað efni
12.12
„Ég elska mat og að borða. Það er skapandi að leika sér í eldhúsinu, helst í annarra manna húsum. Það er sömuleiðis meira gefandi að fara ekki eftir uppskrift heldur skapa sama réttinn þannig að útkoman verði sem fjölbreyttust. Sumt hefur þó meira vægi en annað; íslenska lambið eða grafa ólíkar tegundir af kjöti eða fiski,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, sveitarstjórnarmaður og kennari á Húsavík, sem er matgæðingur vikunnar en hann reiðir hér fram dásamlega þjóðlega máltíð.
Lesa meira