Skert þjónusta blasir við og gæti komið til uppsagna

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri. Mörg sveitarfélög eiga undir högg að sækja í kjölfar …
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri. Mörg sveitarfélög eiga undir högg að sækja í kjölfar heimsfaraldursins og þarf Akureyrarbær að bregðast við miklum halla í rekstri.

Rekstur Akureyrarbæjar er þungur en halli á aðalsjóðs bæjarins var áætlaður um einn milljarður króna en núna stefnir í að hallinn verði langleiðina í þrjá milljarða króna. Að mati Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra þarf að skoða allan rekstur bæjarins og ljóst að skera þarf niður í þjónustu til að rétta reksturinn af. „Það er ljóst að við þurfum að rifa seglin til að mæta þeirri djúpu efnahagslægð sem kemur í kjölfar heimsfaraldursins en það verður að sjálfsögðu ekki gert á einu ári. Við horfum til þess að rekstur sveitarfélagsins komist aftur á réttan kjöl innan fimm ára,“ segir Ásthildur í samtali við Vikublaðið. Spurð um skerðingu á þjónustu segir Ásthildur sjónum verði fyrst og fremst beint að þeirri þjónustu sem er valkvæð og sveitarfélaginu er ekki skylt að veita.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast