Lokað efni
12.12
Hjónin Benedikt Ingi Grétarsson og Ragnheiður Hreiðarsdóttir hafa rekið Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit í hartnær aldarfjórðung með aðstoð barna sinna. Því er sannarlega um fjölskyldufyrirtæki að ræða. Líkt og hjá öðrum hefur aðdragandi jóla verið öðruvísi en áður hjá þeim hjónum sem láta þó engan bilbug á sér finna; jólin koma hvað sem öllu líður. Vikublaðið setti sig í samband við jólahjónin og spjallaði við þau um Jólagarðinn og jólin. „Við erum að upplagi með notalega tengingu við jólin og bæði þeirrar gæfu aðnjótandi að bernskujólunum fylgdu engin óveðursský,“ segja þau þegar ég spyr hvort þau hjónin séu í jólaskapi allt árið um kring. „Okkar fyrstu kynni voru í aðdraganda jóla, margar skemmtilegar minningar frá þeim tíma og því sennilega frá því fyrsta dálítil jólabörn. Þannig að þegar þessi hátíð ljóss og friðar náði alveg undirtökum í okkar lífi vorum við meira en til í það. Það var auðvelt að kveikja á jólaskapinu og fyrstu tíu árin a.m.k. vakti minnsta lykt af greni og hangikjöti tilfinninguna á örskotsstund.“
Lesa meira
Lokað efni
08.12
Egill Páll Egilsson
Tamas Kaposi er 29 ára gamall ungverskur blakmaður sem ráðinn var sem þjálfari blakdeildar Völsungs í sumar. Hann hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari og hefur orðið ungverskur meistari með sínu félagsliði nokkrum sinnum bæði sem leikmaður og þjálfari og á að baki leiki með ungverska landsliðinu. Hann kemur frá Sümeg í Ungverjalandi sem er þekktur ferðamannabær. Það er stór kastali sem er mjög vinsæll hjá ferðamönnum,“ segir hann. Tamas er íþróttamaður vikunnar.
Lesa meira
Lokað efni
07.12
Egill Páll Egilsson
Kristján Þór er á sínu öðru kjörtímabili sem sveitarstjóri Norðurþings en því fyrsta sem kjörinn fulltrúi. Þegar möguleikinn kom fyrst upp á borðið að verða sveitarstjóri á æskuslóðunum gat hann ekki sagt nei, þó hann hafi ekki leitt hugann að því áður að skella sér í pólitík. „Þegar þessi möguleiki kom uppá borðið var hann einfaldlega of freistandi til að stökkva ekki á hann. Fyrir mig og fjölskylduna hefur þetta verið gæfuspor. Okkur líður vel á Húsavík og ég brenn fyrir vinnuna mína, þótt hún geti stundum tekið mikinn toll. Það er margt sem maður lærir í því starfi sem ég gegni og það eru sennilega mestu forréttindin við að fá að gegna því, sem og að njóta þess að eiga í samskiptum við gott samstarfsfólk alla daga,“ segir Kristján.
Kristján segir margt standa upp úr á ferlinum hingað til og nefnir þá miklu eldskírn sem hann hlaut þegar hann lenti óvænt í hringiðu eldsumbrota nokkrum dögum eftir að hann hóf störf. Þar er að sjálfsögðu um að ræða eldgos í Holuhrauni árið 2014.
„Allt stappið sem við stóðum í til að klára að innsigla upphaf iðnarauppbyggingar á Bakka tók mjög á, en tókst að lokum og hefur snúið við stöðunni í sveitarfélaginu til hins betra. Ég er líka gríðarlega ánægður með að nú hygli undir upphaf framkvæmda við nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík, sem beðið
Lesa meira
Lokað efni
06.12
„Ég heiti Ragna Kristjánsdóttir og er 50 ára gömul og er kennari í Giljaskóla á Akureyri. Ég er Akureyringur, uppalin í Glerár- og Síðuhverfi og er Þorpari,“ segir Ragna sem tók áskorun Tryggva Gunnarssonar í síðasta blaði og hefur umsjón með Matarhorninu þessa vikuna. „Ég hef starfað við kennslu frá árinu 1995 og finnst enn jafn gaman að mæta til vinnu. Ég ætla að bjóða uppá hörpudisk vafinn í hráskinku, borið fram með mozzarella osti, tómötum og basiliku. Tikka Masala með hrísgrjónum og Naan brauði og meðlæti sem er borið fram í litlum skálum. Þá verður hver munnbiti með mismunandi bragði. Borið fram með hrísgrjónum og salati. Í eftirrétt ætla ég að bjóða uppá bláberjakrap. Uppskriftir eru miðaðar við fjóra.
Lesa meira
Lokað efni
05.12
Egill Páll Egilsson
Síðastliðið sumar voru óvenju margir námsmenn við sumarstörf á Þekkingarneti Þingeyinga (ÞÞ). Brugðist var við óvenjulegum aðstæðum háskólanema vegna heimsfaraldursins sem enn geysar. Algengt er að háskólanemar vinni störf í ferðaþjónustu á sumrin en vegna ástandsins í samfélaginu héldu ferðaþjónustufyrirtæki að sér höndum við ráðningar í vor.
ÞÞ svaraði kalli nemanna og fjölgaði stöðugildum yfir sumarið en 19 háskólanemar störfuðu hjá stofnuninni við tímabundin verkefni í samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu og Vinnumálastofnun.
Flestir voru námsmenn sumarsins starfsmenn Þekkingarnetsins en nokkrir voru starfsmenn samstarfsaðila Þekkingarnetsins eins og sveitarfélaga á svæðinu.
Dagný Theodórsdóttir er tveggja barna móðir á Húsavík sem lauk BA-námi í sálfræði við Háskólann á Akureyri í vor. Hún vann eitt þessara verkefna í sumar en er nú komin í masters nám í rannsóknartengdri sálfræði sem hún stundar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri. Vikublaðið ræddi við Dagnýju í vikunni.
Lesa meira
Lokað efni
05.12
Akureyrarapótek fagnaði 10 ára afmæli nýverið en það var Jónína Freydís Jóhannesdóttir lyfjafræðingur sem stofnaði fyrirtækið árið 2010 ásamt Gauta Einarssyni lyfjafræðingi. Þau endurvöktu í leiðinni rótgróið nafn á apóteki í bænum en nafnið á sérstakan sess í hugum fólks. Vikublaðið spurði Jónínu út í fyrirtækið og hana sjálfa.
Lesa meira
Lokað efni
29.11
Egill Páll Egilsson
Brynja Sassoon er nýflutt til Húsavíkur eftir að hafa búið í Svíþjóð í 30 ár. Þar kynntist hún verkefni sem byggir á því að auka lífsgæði eldra fólks, ekki síst þeirra sem neyðast til að hætta á vinnumarkaði vegna aldurs. Verkefnið snýr að því að aðstoða fólk sem er komið af vinnumarkaði sökum aldurs eða örorku til að taka að sér tímabundin störf á þeirra eigin forsendum. Það er ákveðna tíma á dag, viku eða á mánuði. Eins og kunnugt er, eru ákvæði í sumum kjarasamningum að við ákveðin aldursmörk er starfsmönnum gert að láta af störfum þrátt fyrir að hafa góða heilsu og löngun til að vinna áfram eða vera í hlutavinnu meðan heilsan leyfir. Blaðamaður Vikublaðsins settist niður með Brynju á dögunum og ræddi verkefnið sem hún stýrir í samtarfi við Vinnumálastofnun og Framsýn, stéttarfélag.
Lesa meira
Lokað efni
27.11
Brynjar Helgi Ásgeirsson er nýr forstöðumaður í Hlíðarfjalli en senn styttist í opnun og því í mörg horn að líta hjá nýjum forstöðumanni. Brynjar er nýlega tekinn við og hefur verið að koma sér inn í starfið undanfarna daga. Hann var áður eigandi og einn af þjálfurum hjá CrossFit Hamar, en hreyfing og útivist er eitt af helstu áhugamálum Brynjars sem er Norðlendingur vikunnar. Vikublaðið fékk hann til svara nokkrum spurningum um nýja starfið og sjálfan sig. „Það leggst mjög vel í mig. Starfið er krefjandi á marga vegu og tekur alltaf tíma að komast inn í hlutina. Nú eru liðnar tvær vikur síðan ég byrjaði og hér er frábært starfsfólk sem hefur aðstoðað mig mikið í að koma mér inn í starfsemina.“
Lesa meira
Lokað efni
25.11
„Ég heiti Magni Rúnar Magnússon og er framreiðslu- og rafvirkjameistari að mennt. Í dag er ég í námi í kennslufræði iðnmeistara í H.Í. og er að kenna á rafiðnaðarbraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri,“ segir Magni sem hefur umsjón með Matarhorninu þessa vikuna. „Þegar ég er að brasa í eldhúsinu legg ég áherslu á að hafa matreiðsluna einfalda og að hráefnið sem ég er að vinna með fái að njóta sín. Ekki skemmir fyrir ef maður hefur aflað þess sjálfur við veiðar. Verði ykkur að góðu.“
Lesa meira
Lokað efni
23.11
Katrín Sigurjónsdóttir sveitastjóri í Dalvíkurbyggð segir mikið hafa gengið á í sveitarfélaginu á árinu sem senn er á enda. Óveður, kórónuveiran og jarðskjálftar hafa gert bæjarbúum lífið leitt. Dalvíkingar lentu illa í þriðju bylgju kórónuveirunnar en um tíma voru um 10% bæjarbúa sóttkví. Dalvíkurbyggð slapp nokkuð vel í fyrstu bylgjunni en í þriðju bylgjunni hafa 25 manns veikst í sveitarfélaginu. „Það má segja að frá óveðrinu í desember og fram til dagsins í dag hafi árið reynt verulega á þolrifin hjá íbúum. Ég finn það líka að óveðrið og ófærð síðasta vetrar situr ennþá í mörgum og einhverjir kvíða komandi vetri. En í öllum þeim áföllum sem hafa dunið yfir samfélagið á árinu hefur samstaða, samkennd og einhugur einkennt íbúa Dalvíkurbyggðar
Lesa meira