Hugmyndir um frumkvöðlasetur í gamla frystihúsinu á Húsavík

Mynd/epe
Mynd/epe

Fulltrúar Þekkingarnets Þingeyinga (ÞÞ) mættu á fund byggðarráðs Norðurþings á dögunum og kynntu hugmyndir um uppbyggingu frumkvöðlaseturs á Húsavík. Hugmyndirnar miða að því að auka samstarf stofnana og fyrirtækja í héraðinu m.a. með það í huga að stækka þá klasa sem starfa við rannsóknir og þróun á starfssvæðinu og koma þeim fyrir undir sama þaki eins og greint er frá á vef ÞÞ. Þekkingarnetið vinnur nú að þessum málum með hlutaðeigandi stofnunum, þ.m.t. Náttúrustofu Norðausturlands, Rannsóknasetri Háskóla Íslands og SSNE. Og standa vonir til þess að í Þingeyjarsýslu verði hægt á næstu misserum að efla verulega starfsemi í atvinnuþróun, rannsóknum og menntunarþjónustu, íbúum og atvinnulífi til góða. Einn þáttur í þessari endurskoðun þekkingargeirans á svæðinu snýst um að stofnsetja og tryggja rekstur í aukna þjónustu við frumkvöðla og nýsköpunarverkefni um allt hérað. Á þeim grunni er einnig sérstaklega unnið að uppbyggingu öflugs frumkvöðlaseturs á Húsavík, sem mynda muni suðupott atvinnulífs og rannsókna innan um þekkingarstarfsemina. Viðræður standa yfir um nýja húsnæðiskosti til þessarar starfsemi, einkum á Húsavík og í Mývatnssveit.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast