13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Matgæðingur vikunnar: Lærði að elda í Litháen 8 ára gömul
„September er tíminn, ekki satt? Tíminn fyrir nýjar áskorarnir, rútínu, skóla, námskeið og hollari mat. Ég er akkúrat ein af þeim sem eru með fullt af markmiðum fyrir haustið en rétta mataræði og lífstill er sú fyrsti,“ segir Vaiva Straukaite sem hefur umsjón með Matarhorninu þessa vikuna. „Ég er grafískur hönnuður og eigandi litlu hönnunarstofunnar Studio Vast sem ég er smátt og smátt að byggja upp. Ég vil láta drauminn minn rætast, skapa mér atvinnu í því sem ég hef svo mikla ástríðu fyrir og vinnunni fylgir yfirleitt mikil hamingja. Á móti upplifi ég stress og kvíða og því er mikilvægt fyrir mig að passa uppá venjur og sækjast í það sem hjálpar mér að halda góðu jafnvægi. Ég kem frá Litháen þar sem ég lærði að elda frá 8 ára aldri og eldamennska....