Aðeins fleira fé slátrað þetta haustið miðað við í fyrra

Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri segir eins og laginu góða „Gerum okkar, gerum okkar besta og…
Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri segir eins og laginu góða „Gerum okkar, gerum okkar besta og aðeins betur ef það er það sem þarf“

„Heilt yfir hefur gengið mjög vel, auðvitað hafa rafmagnstruflanir, nettruflanir, veðurtruflanir og ýmislegt af því tagi, stungið sér niður hjá okkur, en sem betur fer gekk allt upp að lokum,“ segir  Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri Kjarnafæði Norðlenska á sláturhúsinu á Húsavík.

Sláturtíð lauk í fyrradag, miðvikudag og var alls 85.500 fjár slátrað að þessu sinni, sem er um 5200 fleira en í fyrra. Meðalþyngd var 16.68 kg, en var í fyrra 16,96 kg, „svo það má segja að munurinn sé minni en við mátti búast í ljósi veðurfarsins í sumar,“ segir Sigmundur. Kjötgerð er 9,18 og er upp um 0,04 og fitan er 6,26, sem er  niður um 0,19 frá fyrra ári.

Allir að gera sitt besta

Sigmundur kveðst vilja nota tækifærið og þakka öllu því góða starfsfólki sem starfaði á sláturhúsinu fyrir vel unnin störf, sem og verktökum, tengiliðum í sveitum og síðast en ekki síst bændum sem hann hefur verið í miklum samskiptum við þetta haustið sem og mörg undanfarin haust. „Símtölin mörg og lang flest skemmtileg, en því miður getur alltaf  eitthvað komið upp á í svona vertíð og fólk hefur sannanlega sýnt því skilning, því allir eru að reyna að gera sitt besta,“ segir hann. 

Hvað framtíðin ber í skauti sér, er alls óljóst á þessari stundu, en vonandi nær fyrirtækið að þjónusta bændur, svo sómi sé að.

Nýjast