Hvaða þjónusta skiptir þig máli?

Maskína er að gera þjónustukönnun fyrir Byggðastofun
Maskína er að gera þjónustukönnun fyrir Byggðastofun

Maskína er um þessar mundir að gera þjónustukönnun fyrir hönd Byggðastofnunar meðal íbúa um land allt (utan höfuðborgarsvæðis) vegna rannsókna á þjónustusókn og væntingum til breytinga á þjónustu.

Könnunin er liður í að skilgreina þjónustusvæði og fá mynd af viðhorfum íbúa mismunandi svæða til breytinga á þjónustu. Út frá sjónarmiði byggðamála og landshlutanna er þátttaka íbúa í könnuninni mjög mikilvæg. Sérstaklega er mikilvægt að fá svörun úr dreifðum byggðum landsins svo unnt verði að vinna með niðurstöðurnar þannig að sem réttust mynd fáist einnig af þjónustusókn íbúa í fámennum byggðarlögum. Niðurstöður munu nýtast í vinnu við eflingu byggða um land allt.

Meðal þess sem spurt er um er hvaða þjónustu íbúar nota og hvert fara þeir til að sækja þá þjónustu, hvaða þjónustu þurfi að bæta við eða efla og hvaða þjónustu óttast íbúar mest að missa úr heimabyggð.

Könnunin er enn opin og eru íbúar landsbyggðar hvattir til að taka þátt. Sérstaklega er mikilvægt að fá fram sjónarmið íbúa sem búa í dreifbýli eða litlum byggðarlögum og er Byggðastofnun að vonast eftir að  íbúar Grímseyjar, Hríseyjar taki við sér og svari könnuninni sem og íbúar í Langanesbyggð, Þingeyjarsveit og Tjörneshreppur, Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð.

Áætlað er að það taki um 10 mínútur að svara. Könnunin er á íslensku, ensku og pólsku.

Smelltu  hér til að taka þátt: www.maskina.is/byggdastofnun

 

Nýjast