Fréttir

Baráttukveðjur frá bæjarstjóra

Lesa meira

Stór aurskriða féll í Eyjafirði

Stór aurskriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í dag. Búseta er á jörðinni en enginn í húsinu þegar skriðan féll sem staðnæmdist um 100 metra frá húsinu. Engan sakaði eftir því sem næst verður komið.
Lesa meira

Engin ný smit á Norðurlandi eystra

Lesa meira

Fljótlegt og hollt í amstri dagsins

„Það er lykilatriði að næra sig vel en jafnframt að reyna að hafa hlutina sem einfaldasta þegar í mörg horn er að líta,“ segir Guðrún Arngrímsdóttir, fjögurra barna móðir sem starfar við kennslu og þjálfun. Guðrún hefur umsjón með matar horninu þessa vikuna. „Allt sem ég vinn við snýst um heilsu eflingu enda hef ég mikla ástríðu fyrir því að aðstoða fólk við að efla bæði andlega og líkamslega heilsu sína. Sjálf ver ég töluverðum tíma í mína heilsurækt og íþróttaþjálfun en til þess að taka ekki tíma frá börnunum þá er þetta eitthvað sem ég geri áður en allir hinir vakna. Ég er því oft farin út úr húsi vel fyrir kl. 6 en er þá að sama skapi laus til að vera með fjölskyldunni eftir miðjan dag. Þarna kemur skipulag mjög sterkt inn. Morgunverðinn bý ég oft til kvöldinu áður til að geta sett í töskuna og átt þegar ég er búin á æfingu og á leið í vinnu. Ég rótera á milli nokkura tegunda af morgunmat en hér er einn grautur sem er í uppáhaldi þessa stundina.“
Lesa meira

Frábær vinna sett á metaskálar

Lesa meira

Fjölgar í sóttkví fyrir norðan-Þrír í einangrun á Akureyri

Lesa meira

Þjónusta Akureyrarbæjar á neyðarstigi

Neyðarstig almannavarna vegna Covid-19 tók gildi á miðnætti, á sama tíma og hertar sóttvarnaaðgerðir. Íbúar Akureyrar eru eins og aðrir landsmenn eindregið hvattir til að sýna ítrustu varkárni í öllu sínu daglega lífi.
Lesa meira

Hljóðgríman

Áralöng ástundun líkamsræktar hefur gefið mér ýmislegt fleira en stæltan skrokkinn. Ég hef líka lært allskonar trix. Óþægilega mikið loft getur til dæmis myndast inni í mér við átökin.
Lesa meira

Innbrot í Bílaleigu Húsavíkur enn óupplýst

Innbrot sem framið var í Bílaleigu Húsavíkur aðfararnótt 15. september er enn óupplýst að sögn Hreiðars Hreiðarssonar varðstjóra lögreglunnar á Húsavíkur. Óprúttin aðili eða aðilar braut sér leið inn um glugga syðst á vesturhlið hússins. Þjófurinn hafði á brott með sér um 400 þúsund krónur í peningum.
Lesa meira

Pressar þúsund vínylplötur á dag

Akureyringurinn Guðmundur Örn Ísfeld stofnaði alþjóðlega plötufyrirtækið RPM Records fyrir um tveimur og hálfu ári sem hann rekur í Danmörku en þar hefur Guðmundur búið undanfarin ár. Guðmundur er kvikmyndagerðarmaður og grafískur hönnuður að mennt og hefur framleitt fjölda músíkmyndbanda og hannað plötuumslög. Hann varð var við vaxandi þörf á vínylpressu og stofnaði fyrirtækið VinylTryk sem síðar stækkaði og varð að RPM Records. Vikublaðið tók Guðmund tali og fornvitnaðist um starfið hans í Danmörku sem vínylpressara. kureyringurinn Guðmundur Örn Ísfeld stofnaði alþjóðlega plötufyrirtækið RPM Records fyrir um tveimur og hálfu ári sem hann rekur í Danmörku en þar hefur Guðmundur búið undanfarin ár. Guðmundur er kvikmyndagerðarmaður og grafískur hönnuður að mennt og hefur framleitt fjölda músíkmyndbanda og hannað plötuumslög. Hann varð var við vaxandi þörf á vínylpressu og stofnaði fyrirtækið VinylTryk sem síðar stækkaði og varð að RPM Records. Vikublaðið tók Guðmund tali og fornvitnaðist um starfið hans í Danmörku sem vínylpressara.
Lesa meira