Frábær vinna sett á metaskálar
Á grundvelli óska fjölmennasta íbúaþings sem haldið hefur verið á Íslandi samþykkti bæjarstjórn Akureyrar árið 2014 deiliskipulag fyrir miðbæinn sem miðar að því "að efla möguleika til vistvænna ferðamáta." Til að ná því markmiði var svo ákveðið í sama skipulagi að breyta kafla Glerárgötu úr fjórum akreinum í tvær og að um ferðarhraði þar verði lækkaður úr 50 km/ klst. í 40.
"Með þessum breytingum ásamt nýjum bygg ingum vestan götunnar verður Glerárgata, Pollurinn og Hof órjúfanlegur hluti mið bæjarins," eins og segir í greinargerð með skipulaginu. Allt er þetta byggt á þeirri grundvallarstefnu að gera miðbæinn vistvænan og aðlaðandi. Þetta viðhorf bæjarstjórnar var síðan áréttað árið 2017 í aðalskipulagi bæjarins 2018 til 2030 en þar segir svart á hvítu að nota skuli "deiliskipulag markvisst til að draga úr umhverfisáhrifum."
Skýr vilji bæjarbúa
Þessi ótvíræða stefna bæjarstjórnar tekur af skarið um að nýta skuli skipulag til að stýra þróun umferðar í bænum í stað þess að láta aukna bílaumferð stjórna skipulaginu enda er það í and stöðu við markmiðið um vist vænan bæ eða bæjarhluta. Með þessari ágætu stefnumótun var mannlífið á Akureyri sett í öndvegi eins og bæjarbúar höfðu óskað eftir. Þetta er grundvallaratriði sem alltaf verður að hafa í huga þegar gengið er frá skipulagi eða það endurskoðað. Ekkert - nákvæmlega ekki neitt - réttlætir að frá þessari megin stefnu verði vikið. Vonandi er þeim sem hafa nú setið á annað ár á lokuðum fundum í nefnd á vegum bæjar stjórnar við að endurskoða gildandi skipulag miðbæjarins þetta ljóst.
Því miður bendir þó margt til að nefndarfólkið sé ekki mjög upptekið af ofan greindum mark miðum um vistvænan mið bæ. Það verður ekki þolað enda voru óskir íbúaþingsins skýrar: 1. Greið leið milli miðbæjarins og sjávar 2. Götur austan Skipagötu liggi austur vestur til að skapa skjól fyrir ríkandi vindáttum 3. Hafa byggingar á sama svæði lágar til að hleypa sem mestri birtu niður á götur og gróin svæði sem þar verða.
Frábær vinna og ferð án fyrirheits
Í allri þeirri gríðarlegu vinnu sem unnin var í aðdraganda samþykktar deiliskipulags mið bæjarins voru ofangreindar óskir íbúanna virtar enda þótt taka þyrfti tillit til margra álita- og ágreiningsefna áður en niðurstöður fengust. Í þeirri vinnu lögðu starfsmenn arkitektastofunnar Kollgátu fram margar farsælar lausnir sem mynd uðu síðan frábæra samræmda heild og endurspeglast í gild andi miðbæjarskipulagi sem almenn ánægja var með í bænum. Nú er eins og þetta merka starf sé allt léttvægt fundið og það aftur sett á metaskálarnar án þess að fólkið geri sér grein fyrir að sérhver breyting á þessari heildarlausn getur raskað öllu samræmi og markmiðssetningum skipulagsins.
Ekki verður heldur séð að nokkur nauðsyn knýi á um slíkan holskurð og eyðileggingu á vandaðri vinnu og farsælli niðurstöðu. Að eyða tíma og miklum fjármunum bæjar búa í endurskoðun skipulags ins án þess að fyrir liggi nokkurt einasta markmið með henni er sannarlega ferð án fyrirheits. Í besta falli er þessi vandræðagangur aðeins til að komast hjá að hefjast handa við að byggja upp miðbæinn í samræmi við gildandi skipulag. Á meðan geta áhugasamir einstaklingar og fyrirtæki sem vilja taka þátt og leggja fram fjármuni í uppbyggingu glæsilegs miðbæjar ekkert gert annað en að horfa á þessi látalæti. Eins og dæmin sanna leita þeir þá annað þar sem ekki er einlægt verið að leika tafaleiki af hálfu yfirvalda.
Kynning og samráð við bæjarbúa
Með þetta allt í huga er lagt til að bæjarstjórn láti nú loks verða af því að kynna bæjarbúum rækilega gildandi miðbæjarskipulag með vandaðri sýningu og útskýringum. Þá getur fólk áttað sig betur á niðurstöðunni góðu frá 2014 og síðan borið hana saman við væntanlegan afrakstur endur skoðunar nefndarinnar. Eftir slíkt ferli ætti að vera auðveldara fyrir íbúa bæjarins að leggja mat á hvort tillögur nefndarinnar gagnist betur til að ná þeim markmiðum sem íbúaþingið samþykkti um vistvænan miðbæ og bæjarstjórn sjálf hefur áréttað í deiliskipulagi. Alltént er löngu tímabært að þess ari leyndarhyggju linni, spilin lögð á borðið og hafist verði handa við uppbyggingu sérlega vel heppnaðs skiplags miðbæjar sem legið hefur óbætt hjá garði í sex ár.
-Ragnar Sverrisson kaupmaður