Baráttukveðjur frá bæjarstjóra

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri.

Bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, hefur sent frá sér eftirfarandi hvatingu til starfsfólks Akureyrarbæjar vegna neyðarstigs almannavarna og þeirrar stöðu sem komin er upp í samfélaginu vegna útbreiðslu Covid-19.

Kæra samstarfsfólk.

Nú dugar ekkert hálfkák. Ljóst er að ástandið vegna Covid-19 smita er orðið grafalvarlegt. Veiran hefur grafið um sig alls staðar þótt ástandið sé verst þessa stundina á höfuðborgarsvæðinu. Við verðum að fara gætilega, huga vel að sóttvörnum og fara í einu og öllu eftir tilmælum sóttvarnalæknis. Þó svo að fá tilfelli séu á NA-landi verðum við að halda vöku okkar.

  • Notum grímur þegar við förum út á meðal fólks á fjölförnum stöðum.
  • Sótthreinsum í kringum okkur, þvoum hendur vel og lengi, sprittum þær eftir þörfum.
  • Höldum að lágmarki eins metra fjarlægð frá öðrum, sérstaklega ókunngu fólki.

Veiran er lúmsk og þarf bara agnarlítið gáleysi til að við smitumst.

Heimsækjum ekki þá hluta landsins þar sem smitin eru mest nema brýna nauðsyn beri til. Ef við þurfum bráðnauðsynlega að heimsækja svæði þar sem smitstuðull er hár, eigum við að gæta okkar í nokkra daga eftir að heim er komið, huga sérstaklega vel að sóttvörnum og ég hvet ykkur til þess að nota grímu á fjölförnum stöðum.

Tökum stöðuna alvarlega svo ekki þurfi að grípa til enn harðari aðgerða sem hafa enn meiri og víðtækari áhrif á okkar daglega líf hér á Akureyri.

Með baráttukveðju,
Ásthildur

Nýjast