Fljótlegt og hollt í amstri dagsins
„Það er lykilatriði að næra sig vel en jafnframt að reyna að hafa hlutina sem einfaldasta þegar í mörg horn er að líta,“ segir Guðrún Arngrímsdóttir, fjögurra barna móðir sem starfar við kennslu og þjálfun. Guðrún hefur umsjón með matar horninu þessa vikuna. „Allt sem ég vinn við snýst um heilsu eflingu enda hef ég mikla ástríðu fyrir því að aðstoða fólk við að efla bæði andlega og líkamslega heilsu sína. Sjálf ver ég töluverðum tíma í mína heilsurækt og íþróttaþjálfun en til þess að taka ekki tíma frá börnunum þá er þetta eitthvað sem ég geri áður en allir hinir vakna. Ég er því oft farin út úr húsi vel fyrir kl. 6 en er þá að sama skapi laus til að vera með fjölskyldunni eftir miðjan dag. Þarna kemur skipulag mjög sterkt inn. Morgunverðinn bý ég oft til kvöldinu áður til að geta sett í töskuna og átt þegar ég er búin á æfingu og á leið í vinnu. Ég rótera á milli nokkura tegunda af morgunmat en hér er einn grautur sem er í uppáhaldi þessa stundina.“