30.10
60 rafhlaupahjól verða til leigu-Umhverfisvænn og ódýr ferðamáti
Lesa meira
29.10
Egill Páll Egilsson
Í gærmorgun undirrituðu þau Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings og Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar undir samstarfsyfirlýsingu á milli Norðurþings og Landsvirkjunar vegna greiningar á möguleikum þess að þróa iðnaðarsvæðið á Bakka sem vistvænan iðngarð (e. eco-industrial park) ásamt greiningu á möguleikum ólíkra iðngreina til að styðja við frekari uppbyggingu orkuháðrar atvinnustarfsemi á svæðinu samkvæmt markmiðum sveitarfélagsins.
Lesa meira
29.10
„Staðan er ekki góð,“ segir Hermann Karlsson, hjá aðgerðastjórn Almannavarna á Norðurlandi eystra í samtali við mbl.is. Fjórtán ný smit voru greind á svæðinu í gær og tengjast tveimur atburðum, samkvæmi og jarðarför. Ný smit á Norðurlandi eystra eru ekki inni í tölum á covid.is í dag fyrir Norðurland eystra þar sem ekki var hægt að fljúga með sýnin suður í gærkvöldi vegna veðurs og því ekið með þau suður. Alls eru 230 í sóttkví.
Lesa meira
29.10
Vikublaðið kemur út í dag og er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Lesa meira
29.10
Egill Páll Egilsson
Fjögur 17 ára ungmenni voru flutt til skoðunar á Sjúkrahúsið á Akureyri í nótt eftir bílveltu, mbl.is greindi frá. Bíllinn fór út af skammt frá skotsvæðinu í Hlíðarfjalli og valt þrjár veltur eftir að ökumaður missti stjórn á honum í beygju. Slysið varð skömmu fyrir eitt í nótt að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Ekki er talið að meiðsl ungmennanna séu alvarleg.
Lesa meira
28.10
Jón Hjaltason sagnfræðingur segir sögu Káins í nýútkominni bók sinni: Fæddur til að fækka tárum – Káinn – Ævi og ljóð. Bókin er 370 síður og segir Jón sögu þessa fyrsta og eina kímniskálds Íslendinga, „sem ódrukkinn var þurr á manninn en hreifur allra manna glaðværastur,“ segir Jón en bætir við:
„Það kemur því skemmtilega á óvart þegar rennur upp fyrir manni að Káinn bjó helming ævinnar við algert áfengisbann, nefnilega í Norður-Dakóta, þar sem hann var vinnumaður Önnu Geir og seinna sonar hennar til æviloka, Kristjáns Geir. Bannið braut hann vitaskuld margoft enda sagði hann sjálfur:
Lesa meira
28.10
Starfsfólk sjúkrahússins er í startholunum ef fólk veikist alvarlega á svæðinu.
Lesa meira
28.10
Mikil aukning í sóttkví og fjölgar þeim um 65 á milli daga
Lesa meira
28.10
Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir stuðningi við samruna Norðlenska og Kjarnafæðis.
Lesa meira
28.10
"Eitt kvöldið í vor þegar farið var að dimma og við gömlu hjónin ætluðum að fara að sofa, höfðum smellt nátthúfunum á silfurgráa kollana og gervitennurnar svömluðu í vatnsglösunum á náttborðunum, kallaði eiginkonan í mig af efri hæðinni og fullyrti að slökkviliðsmenn væru uppi á þaki Icelandair-hótelsins." Svavar Alfreð Jónsson ritar Bakþanka
Lesa meira