Fréttir

Áhrif hertra aðgerða á þjónustu Akureyrarbæjar

Lesa meira

Jólastjörnurnar fara senn á loft

Jafnframt er skorað á bæjarbúa að láta ekki sitt eftir liggja heldur tendra jólaljósin við heimili sín.
Lesa meira

Skýjaborgir, framhald

Lesa meira

Orkufrekur iðnaður sem næst auðlindunum

Í fréttinni er komið inn á málefni Kísiliðjunnar í Mývatnssveit en starfsemi hennar lagðist af árið 2004 eftir að hafa framleitt kísilgúr frá árinu 1967. Einnig er komið inn á virkjunarmál í Þingeyjarsýslu en saga stóriðju og virkjana í Þingeyjarsýslu er orðin löng og er enn verið að rita miðað við nýjustu fréttir um frekari uppbyggingu á Bakka við Húsavík.
Lesa meira

Norðlendingur vikunnar: Séra Sólveig Halla

Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir er Norðlendingur vikunnar en hún var í haust fastráðin sóknarprestur í Húsavíkur-prestakalli en hafði þá gegnt embættinu í afleysingum í eitt ár. Hún er fædd 14. desember 1977 og ólst upp í Lönguhlíð í Hörgárdal. Sr. Sólveig Halla lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1997 og mag.theol. prófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands 2004 og hóf störf hjá Akureyrarkirkju um sumarið sama ár þar sem hún sinnti æskulýðsmálum. Hún var svo vígð sem safnaðar- og skólaprestur við Akureyrarkirkju hinn 18. september 2005 og sagði því starfi svo lausu fimm árum síðar. Þá flutti hún ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Páli Tryggvasyni, og nýfæddri dóttur, að Þverá í Reykjahverfi Þingeyjarsýslu þar sem þau hófu fjárbúskap. Sólveig Halla segist ekki hafa mikið svigrúm í dag fyrir sérstök áhugamál vegna anna en segist hina fullkomnu helgi vera samvera með fólkinu sínu í sumarhúsi fjölskyldunar. „Utan vinnu er best í heimi að njóta samverunnar með fjölskyldu, stórfjölskyldu og vinum, lesa góðar bækur, skáldsögur eða um andleg/trúarleg málefni eða tengt fjölskyldufræðum. Góður göngutúr er líka frábær andleg hleðsla en telst tæplega áhugamál....
Lesa meira

79 í einangrun á Norðurlandi eystra

Lesa meira

Lofthreinsiver á Bakka gæti skapað 300-500 stöðugildi

Á síðustu vikum hefur byggðarráð Norðurþings verið upplýst um áhuga félagsins Carbon Iceland ehf. til uppbyggingar svokallaðs lofthreinsivers innan iðnaðarsvæðisins á Bakka. Er verinu ætlað að hreinsa koltvísýring beint úr andrúmsloftinu, til áframframleiðslu. Norðurþing hefur til umráða 90-100 hektara lands innan skipulags iðnaðarsvæðis á Bakka, ætlað til frekari uppbyggingar vistvæns iðnaðar.
Lesa meira

Smit í Brekkuskóla

Lesa meira

Hertar sóttvarnir í skólum

Viðbrögð við Covid-smitum í skólum Akureyrarbæjar voru til umræðu á síðasta fundi fræðsluráðs.
Lesa meira

Opnar stöðvalausa leigu á rafhlaupahjólum á Akureyri

60 rafhlaupahjól verða til leigu-Umhverfisvænn og ódýr ferðamáti
Lesa meira