Fréttir

Þægilegt líf í hitanum í Brasilíu

Vilhjálmur Ingi Árnason starfaði lengi sem íþróttakennari við Menntaskólann á Akureyri en hefur búið í Brasilíu í hátt í tuttugu ár. Hann fór fyrst til landsins um áramótin 2000/2001 en Vilhjámur glímdi við slitgigt og bólgur og leitaði í hitameðferð við Miðjarðar hafið. Svo æxluðust hlutirnir þannig að Vilhjálmur endaði sem Brasilíubúi. Vikublaðið hafði samband við Vilhjálm og forvitnaðist um líf hans í Suður-Ameríku. „Eftir margra ára íþróttakennslu við Menntaskólann á Akureyri tókst mér að ofbjóða svo hnjánum við kennsluna að þau voru orðin mjög illa farin af slitgigt og bólgum. Algengasta ráðið til að lina bólgur er hitameðferð þannig að öll sumur að loknu vetrarstarfi í MA, og eftir að ég hætti íþróttakennslunni, sóttist ég eftir að komast í hita erlendis og þá gjarna við Miðjarðarhafið,“ segir Vilhjálmur þegar ég spyr hann um aðdragandann að því að flytja til Brasilíu. „En í einu slíku „hitaferðalagi¨ lá leiðin mín hinsvegar til Karabísku-eyjunnar Kúbu. Þar hitti ég brasilíska dömu sem bauð mér að koma og heimsækja sig til niður til Brasilíu. Ég lét ekki ganga lengi á eftir mér og strax næsta vetur skellti ég mér þangað. Mér leið svo vel í hitanum að ég ákvað að flytja til þangað eins fljótt og kostur væri.“
Lesa meira

Ekkert smit greindist á Norðurlandi eystra-Fjölgar í sóttkví

Lesa meira

Smitaðir einstaklingar virða ekki reglur

Lögreglan á Akureyri hefur þurft að hafa afskipti af smituðum einstaklingum og fólki sem á að vera í sóttkví.
Lesa meira

Glögg merki faraldursins á starfsemi SAk

Lesa meira

Nýtt skref í átt að grænum iðngarði á Bakka

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á þriðjudag samstarfsyfirlýsingu milli Norðurþings og Landsvirkjunar vegna greiningar á möguleikum þess að þróa iðnaðarsvæðið á Bakka sem vistvænan iðngarð (e. eco-industrial park) ásamt greiningu á möguleikum ólíkra iðngreina til að styðja við frekari uppbyggingu orkuháðrar starfsemi á svæðinu samkvæmt markmiðum sveitarfélagsins.
Lesa meira

Skora á heilbrigðisráðherra að fjölga hjúkrunarrýmum á Hvammi

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings óskaði í gær eftir því að sveitarstjórn Norðurþings skori á heilbrigðisráðherra að fjölga hjúkrunarrýmum í Dvalarheimilinu Hvammi um sex rými á næstu þremur árum. Tillaga sveitarstjóra var samþykkt samhljóða.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 22. október og farið er um víðan völl í blaði vikunnar að vanda
Lesa meira

Framhaldsskólinn á Húsavík hlaut jafnlaunavottun

Framhaldsskólinn á Húsavík hlaut jafnlaunavottun 12. október s.l. og hefur því leyfi til að nota jafnlaunamerki Jafnréttisstofu næstu þrjú árin. „Við erum stolt af þeirri vinnu sem hefur farið fram innan stofnunarinnar og er vottunin staðfesting á því að Framhaldsskólinn á Húsavík leggur ríka áherslu á að jafna stöðu karla og kvenna,“ segir í tilkynningu á vef skólans
Lesa meira

Tvö smit greindust á Norðurlandi eystra

Lesa meira

Laun bæjarfulltrúa lækka um 5%

Laun fyrir setu í bæjarstjórn Akureyrar og nefndalaun lækka um 5% þann 1. janúar 2021.
Lesa meira