09.11
Orri Blöndal er margfaldur Íslandsmeistari í íshokkí með liði Skautafélags Akureyrar og landsliðsmaður til margra ára. Hann hefur leikið íshokkí víðsvegar um heiminn og óhætt er að segja að hann sé búinn að vera einn fremsti íshokkíleikmaður landsins um árabil. Orri er íþróttamaður vikunnar að þessu sinni.
Lesa meira
07.11
Töluvert hefur fækkað í sóttkví-Hlutfall smitaðra hæst á Norðurlandi eystra
Lesa meira
07.11
Magna Ásgeirsson þarf vart að kynna en hann hefur verið einn af okkar fremstu söngvurum um árabil. Hann sló í gegn sem söngvari í Á móti sól, vakti heimsathygli fyrir þátttöku sína í Rock Star Supernova fyrr á þessari öld og hefur oft verið nærri því að komast í Eurovision fyrir hönd okkar Íslendinga. Magni býr og starfar á Akureyri þar sem hann unir sér vel og rekur hér tónlistar skóla þar sem hann sinnir einnig kennslu. Ef ástandið væri eðlilegt væri Magni að spila á tónleikum flestar helgar en þar sem árið er frekar óeðlilegt hefur minna verið um spilamennsku í ár. Magni er Norðlendingur vikunnar og við skulum forvitnast frekar um söngvarann.
Lesa meira
06.11
Huld Hafliðadóttir
Það var fyrir nokkrum árum að við fjölskyldan vorum á leið heim úr ferðalagi. Ég man ekki nákvæmlega hvar við höfðum verið eða hversu lengi. En þó greinilega nógu lengi til þess að þegar í heimreiðina kom gaf ég frá mér djúpt andvarp og sagði hátt og skýrt „Ahhh, heima er best.“
Tilfinningin að koma heim var alveg einstök í þetta skipti man ég, blanda af feginleika, eftirvæntingu og þakklæti.
Nema hvað, í aftursætinu situr (þá 6 ára) dóttir mín og heyrist í henni: „Mamma, hvað þýðir eiginlega þetta heima er best?“
Lesa meira
06.11
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra liggur undir felldi
Lesa meira
05.11
Egill Páll Egilsson
Skipulags- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að tekin verði afstaða í ráðinu til þess hvernig mæta skuli fyrirliggjandi kostnaðarauka í tengslum við sorphirðu í sveitarfélaginu. Á fundi ráðsins var bókað að horft sé til þess að hækkun á sorphirðugjaldi verði 20%. Að því gefnu að komið verði til móts við þá hækkun með lækkun annara álagningarliða þannig að álögum á íbúa verði stillt í hóf.
Lesa meira