Smit í Brekkuskóla

Brekkuskóli.
Brekkuskóli.

Upp er komið smit hjá nemanda í 5. bekk í Brekkuskóla á Akureyri. Í bréfi frá skólayfirvöldum til foreldra og forráðaramanna segir að samkvæmt fyrirmælum frá smitrakningarteymi þá séu nemendur í  5. bekk  sem voru í skólanum miðvikudaginn 28. október farnir í sóttkví og fara í sýnatöku miðvikudaginn 4. nóvember.

Skólinn er í nánu samstarfi við smitrakningarteymi varðandi viðbrögð. Akureyrarbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins og þar segir að smitum fari fjölgandi á Akureyri. Afar mikilvægt  sé að allir sýni ítrustu varúð og setji persónulegar sóttvarnir í algjöran forgang.

„Notum andlitsgrímur, sprittum og þvoum hendur vel, forðumst fjölmenni og virðum ávallt 2ja metra regluna. Ef vart verður flensulíkra einkenna sem gætu bent til Covid-19 smits, skal hafa samband við heilsugæsluna," segir í tilkynningu.

Nýjast