16.03
Egill Páll Egilsson
Sigurganga lagsins Húsavík, sem í gær var tilnefnt til Óskarsverðlauna, ætlar engan endi að taka. Á myndbandinu hér að neðan má sjá suðurkóreskan kvartett taka lagið á suðurkóresku sjónvarpsstöðinni JTBC Entertainment.
Lesa meira
15.03
Egill Páll Egilsson
Draumur margra Húsvíkinga um Óskarsverðlaun færðist nær í dag. Tilkynnt hefur verið að lagið Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga er tilnefnt til verðlaunanna í flokki frumsamdra sönglaga (e. original song).
Lesa meira
14.03
Egill Páll Egilsson
Stofnunfundur hollvinasamtaka Húsavíkurkirkju var haldinn að lokinni messu í Húsavíkurkirkju á sunnudagskvöld sl.
Um 50 manns voru saman komnir í messuna og urðu flestir eftir til að taka þátt í fundinum. Hinum nýju samtökum er ætlað að stuðla að uppbyggingu á Húsavíkurkirkju, eigna hennar og umhverfi. Eins og Vikublaðið hefur áður greint frá hafa komið í ljós talsverðar fúaskemmdir á ytra byrði kirkjunnar, krossum og skrautlistum. Þá er þörf á miklu viðhaldi á Bjarnahúsi, safnaðarheimili Húsavíkursóknar.
Lesa meira