23.03
„Ég er virkilega ánægður með útnefninguna frá Siguróla vini mínum fyrir þennan ágæta lið,“ segir Hjalti Þór Hreinsson sem hefur umsjón með matarhorni vikunnar. „Ég, og við hjónin, erum ansi dugleg og liðtæk í eldhúsinu. Njótum þess að fá gesti í mat og eigum bæði nokkrar skotheldar uppskriftir sem við grípum oft í, en finnst líka gaman að söðla um og feta nýjar slóðir. Við horfum líka mikið á matreiðsluþætti og ýmislegt tengt mat og matargerð. Þá skoðar maður netið, bæði samfélagsmiðla og heimasíður (mæli með Serious Eats síðunni, sérstaklega). Ég hef mjög gaman af því að lesa, á fjölda uppskriftabóka, allt frá tæknilegum bókum um vísindi bakvið matargerð (mæli með Food Lab eftir Kenji López-Alt), út í sögu matargerðar, til dæmis gaf Siguróli mér einmitt bók um matargerðarlist Íslendinga á miðöldum, Pipraðir Páfuglar. Hafði eðlilega mjög gaman af henni. Ég er meira fyrir slíkar bækur en eiginlegar uppskriftabækur. Ég fylgi ekki oft uppskriftum en fæ oft hugmyndir og innblástur af þeim, sem svo breytast aðeins og þróast þegar maður færir sig í eldhúsið,“ segir Hjalti. „Uppskriftirnar hér eru nokkuð klassískar og eiga það sameiginlegt að henta vel í matarboð og jafnvel í fjölmennari veislur. Við Siguróli höfum einmitt staðið fyrir fögnuði í kringum Superbowl undanfarin ár, þar sló pulled pork til að mynda vel í gegn fyrir nokkrum árum, og nú síðast í janúar var það eftirrétturinn sem var margrómaður.“
Lesa meira
22.03
Gönguskíðaæðið á landinu hefur varla farið framhjá mörgum en nánast annar hver maður stundar nú sportið af harðfylgi. Ólafur Björnsson hjá Skíðafélagi Akureyrar hefur ekki farið varhluta af áhuga Akureyringa og annarra landsmanna á gönguskíðasportinu. Ólafur, sem starfar sem kennari við VMA í aðalstarfi, ræddi við Vikublaðið um íþróttina vinsælu. „Skíðafélag Akureyrar heldur úti reglulegum æfingum fyrir börn og unglinga. Einnig eru vikulegar æfingar fyrir fullorðna. Þar fjölgaði svo mikið í vetur að við þurftum að skipta fólki í fleiri hópa. Það eru tveir svokallaðir byrjendahópar, einn millihópur fyrir fólk með svolitla reynslu og svo er framhaldshópur þar sem stundum er tekið ansi vel á því. Þetta eru sirka 100 manns sem að eru á þessum vikulegu æfingum. Þar erum við þrír þjálfarar. Það hefur verið mikið að gera í námskeiðshaldi og æfingum í vetur en sérstaklega hefur iðkun fullorðinna sprungið út og við erum með tugi manns sem mæta á vikulegar æfingar hjá Skíðafélaginu,“ segir Ólafur. Þá segir hann mikla fjölgun hjá þeim sem stunda skíðagöngu sér til ánægju og heilsubótar.
Lesa meira
21.03
Vikublaðið í samstarfi við Háskólann á Akureyri mun næstu vikum og mánuðum kynna vísindafólk Háskólans á Akureyri. Við byrjum á að kynna Guðmund Oddsson sem er dósent í félagsfræði við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Einhverjir þekkja hann betur sem Gumma Odds. Rannsóknir hans snúa að stéttaskiptingu, frávikshegðun og félagslegu taumhaldi.
Lesa meira
21.03
Egill Páll Egilsson
Arnór Ragnarsson er 33 ára Húsvíkingur sem starfar sem leiðbeinandi á unglingastigi í Borgarhólsskóla og þjálfar CrossFit á Húsavík. Hann útskrifaðist með diplóma í vefþróun (e. web development) frá Vefskóla Tækniakademíunnar í maí 2017. „Í október 2019 náði ég mér í “CrossFit Level 1 Trainer” réttindi,“ segir Arnór sem er Norðlendingur vikunnar.
Arnór segist hafa mikinn áhuga á íþróttum og þá helst fótbolta, CrossFit, körfubolta og bardagaíþróttum. „Sömuleiðis hef ég mjög gaman af tónlist, LEGO, Dungeons & Dragons og að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni líkt og að fara í fjallið og fleira. Svo er fátt skemmtilegra en að setjast niður fyrir framan tölvuna og hanna og forrita skemmtilega lausn,“ segir Arnór og bætir við að þegar hann bjó í Reykjavík hafi hann æft með Mjölni, m.a. víkingaþrek.
„Þegar ég flutti aftur heim til Húsavíkur árið 2017 ákvað ég að skrá mig á grunnnámskeið í CrossFit því ég taldi að það væri svipað og víkingaþrekið. Það er vissulega margt svipað en fullt annað sem bættist við og varð ég eiginlega strax “hooked” á því. Það sem heillar mig mest er fjölbreytileikinn. Almennar hreyfingar eins og armbeygjur og hnébeygjur í bland við ólympískar lyftingar og fimleika, keyrt á háu tempói yfir stuttan tíma finnst mér agalega skemmtilegt. Svo er líka svo gaman að sjá bætingar á ólíklegustu hlutum, hefði aldrei dottið í hug að 32 ára myndi ég læra að labba á höndum.“
Lesa meira
20.03
Huld Hafliðadóttir
Huld Hafliðadóttir ritar bakþanka: Ítalskur kunningi minn, búsettur hérlendis, birti nýverið færslu á Facebook um veðrið á Íslandi og þá sérkennilegu staðreynd að Íslendingar láta ung börn sín oftar en ekki sofa úti í öllum veðrum. Með færslunni fylgdi mynd sem tekin var af röð barnavagna í hríðarveðri liðinnar viku, þar sem þeir lúrðu í skjóli fyrir utan leikskólann hér í bæ.
Lesa meira
20.03
Egill Páll Egilsson
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók í dag við tillögum nefndar þingmanna úr öllum flokkum sem hann hafði falið að endurskoða stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. Ein af tillögum nefndarinnar er að efla Akureyri sem miðstöð norðurslóðamála. Á grundvelli tillagna nefndarinnar mun utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra leggja fram á næstunni tillögu til þingsályktunar um nýja norðurslóðastefnu.
Lesa meira
19.03
Egill Páll Egilsson
Áfrýjunardómstóll HSÍ hefur fellt þann dóm að úrslit leiks Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeild kvenna 13. febrúar sl. verði ómerkt og að leikurinn fari fram að nýju. Þetta kemur fram í frétt á vefnum handbolti.is
Lesa meira