Heilsuvernd og Umönnun hafa áhuga á rekstri ÖA

Dvalarheimilið Hlíð. Mynd/Þorgeir Baldursson.
Dvalarheimilið Hlíð. Mynd/Þorgeir Baldursson.

Tvö einkafyrirtæki lýstu áhuga á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar þegar Sjúkratryggingar Íslands auglýstu reksturinn. Þetta eru Heilsuvernd og Umönnun sjálfseignarstofnun. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu. Samkvæmt upplýsingum blaðsins frá Sjúkratryggingum standa nú yfir viðræður við fyrirtækin á grundvelli rekstrargagna frá Akueyrarbæ, skv. upplýsingum Sjúkratrygginga. Akureyrarbær sagði upp samningum um reksturinn á síðasta ári vegna mikils hallareksturs og samningur rennur bráðlega út.

Nýjast