„Eigum ekki að vera hrædd við að byggja upp í loftið"

Líkan af fyrirhuguðum háhýsabyggðum við Tónatröð.
Líkan af fyrirhuguðum háhýsabyggðum við Tónatröð.

Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri SS Byggis segir Tónatröðina frábæran kost fyrir háar byggingar og „við eigum ekki að vera hrædd við að byggja upp í loftið. Fyrirtæki mitt hefur þegar gert það á fjölmörgum stöðum í bæjarlandinu með prýðilegum árangri," segir Sigurður í samtali við Vikublaðið. 

Hann nefnir  Hjallalund, Brekkugötu, Undirhlíð, Skálateig, Brekatún og Strandgötu sem dæmi, alls tæplega 300 íbúðir. „Í nær öllum þessum tilvikum var um mjög litla gatnagerð að ræða af hálfu bæjarins og þar með fremur lítinn tilkostnað en ríkuleg gatnagerðar- og fasteignagjöld skila sér í bæjarsjóðinn.“ Sigurður bendir á að fyrirtækið reyni að vinna af skynsemi með þær lóðir sem það fær og byggi alls ekki alltaf upp að hæðarmörkum deiliskipulags. „Í Brekatúni 2 voru byggðar 9 hæðir en heimild var fyrir 12 og í Undirhlíð máttum við byggja tvisvar sinnum 7 hæðir en byggðum eitt 5 hæða hús og annað 7 hæða.“

Talsvert hefur verið rætt og ritað um mögulega þéttingu byggðar á Eyrinni og í Tónatröð að undanförnu og sitt sýnist hverjum. Ítarlegra viðtal við Sigurð má finna í nýjasta tölublaði Vikublaðsins.

Nýjast