Sungið um Húsavík í Suður-Kóreu

Myndin af Húsvíkurkirkju: Þorgeir Baldursson
Myndin af Húsvíkurkirkju: Þorgeir Baldursson

Sigurganga lagsins Húsa­vík, sem í gær var til­nefnt til Óskar­sverðlauna, ætlar engan endi að taka. Á myndbandinu hér að neðan má sjá suður-kór­esk­an kvart­ett taka lagið á suðurkór­esku sjón­varps­stöðinni JTBC Entertain­ment. 

Það er því verið að syngja um Húsavík um allan heim og ekki er laust við að suðurkóresku söngvararnir nái íslenska hluta lagsins jafnvel betur en í upprunalegu útgáfunni í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

Sjón er sögu ríkari:

Nýjast