Húsavík tilnefnt til Óskarsverðlauna
Draumur margra Húsvíkinga um Óskarsverðlaun færðist nær í dag. Tilkynnt hefur verið að lagið Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga er tilnefnt til verðlaunanna í flokki frumsamdra sönglaga (e. original song).
Nokkrir Húsvíkingar hafa rekið kynningarherferð fyrir lagið sem hefur hlotið gríðarlega athygli og það má vel segja sér það að herferðin hafi haft áhrif.
Sjá einnig: ÓSKARINN TIL HÚSAVÍKUR: „ÞETTA EIGINLEGA DATT BARA UPP Í HENDURNAR Á MÉR“
Verðlaunahátíðin fer fram hinn 25. apríl næstkomandi og þá kemur í ljós hvort óskarinn fari til Húsavíkur.