Vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Gauti Jóhannesson. Mynd/N4.
Gauti Jóhannesson. Mynd/N4.

Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar Múlaþings tilkynnti í morgun að hann bjóði sig fram til að leiða framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi við komandi alþingiskosningar. „Að baki þessari ákvörðun er einlægur vilji minn til að láta gott af mér leiða í kjördæminu og sá eindregni stuðningur og hvatning sem ég hef fengið víða að og er þakklátur fyrir,“ segir Gauti á Facebooksíðu sinni.

Áður hafði Njáll Trausti Friðbertsson tilkynnt að vilji leiða listann í kjördæminu. Kristján Þór Júlíusson, sem hefur verið oddviti flokksins í NA-kjördæmi frá árinu 2007, býður sig ekki fram.

Nýjast