Lagning ljósleiðara til Hríseyjar
Fjarskiptasjóður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins hefur samþykkt að veita Akureyrarbæ 6 milljón króna styrk til lagningar stofnstrengs með ljósleiðara til Hríseyjar. Fjárhæðin nýtist til að greiða hluta kostnaðar við lagningu strengsins 3-4 km leið frá fasta landinu yfir sundið til Hríseyjar.
Með því að tengja Hrísey við ljósleiðara má tryggja betur fasta búsetu í eyjunni og gera hana að álitlegum búsetukosti fyrir fólk í öllum starfsgreinum. Ljósleiðaratenging yrði einnig til að efla ferðaþjónustu í Hrísey sem hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum, segir á vef Akureyrarbæjar.