Fréttir

Skólahald á Húsavík fellt niður vegna smita

Ákveðið hefur verið að fella niður skólahald í Borgarhólsskóla á morgun mánudag og þriðjudag. Foreldrum nemenda hefur verið tilkynnt um þetta.
Lesa meira

Einn bær til viðbótar rýmdur í Útkinn

Bærinn Nípá í Útkinn hefur verið rýmdur auk þeirra fimm bæja sem rýmdir voru í nótt. Óvenju mikil úrkoma hefur verið á svæðinu og mikið vatn er enn í fjallshlíðum. Fjölmargar aurskriður hafa fallið á stóru svæði og er hættustig enn í gildi á svæðinu.
Lesa meira

Hraðpróf íbúa á Hlíð hafa reynst neikvæð

Íbúarnir fara í PCR-próf á morgun og verður sóttkví aflétt hjá þeim sem fá neikvætt svar þar
Lesa meira

Húsnæðisverð fer hækkandi og allt selst sem kemur á sölu

Vantar bæði húsnæði og starfsfólk á Grenivík
Lesa meira

„Liðið var ekki alltaf mjög gamalt á pappírnum“

Völsungur átti gott mót í 2. deildinni í sumar og voru í toppbaráttu allan tímann þrátt fyrir að hafa verið spáð falli af flestum sparkspekingum í vor. „Við áttum hryllilegt mót í fyrra og spáin var því alveg eðlileg samkvæmt því. Við vorum ekki að gera neinar risastórar breytingar á liðinu. En við breyttum mörgum litlum hlutum hjá okkur, bærði í þjálfun og aðeins í mannskapnum líka,“ segir Jóhann Kristinn og bætir við að markmiðið hafi verið að vera í toppbaráttu og helst að komast upp um deild. „Maður er alveg með í kollinum nokkur úrslit þar sem við missum stig sem á venjulegum degi við hefðum ekki verið að missa þau. Það er bara svoleiðis.“ En heilt yfir er Jóhann Kristinn afar ánægður með sumarið og gengur sáttur frá borði „Minni markmið voru einnig í gangi og er ég eiginlega persónulega ánægðastur með að allir leikmenn okkar á skrá, vel á þriðja tuginn, komu við sögu í Íslandsmótsleik í sumar. Yngsti fæddur 2005, Jakob Héðinn - sem var reyndar í stóru hlutverki þegar allt kom til alls. Við bættum aðbúnað og umgjörð og erum ánægðir með þann stað sem starfið er komið á hjá okkur og líður vel að láta það í hendurnar á næsta þjálfara,“ útskýrir Jóhann Kristinn og viðurkennir að það hafi verið sérstaklega sárt að fara ekki upp um deild af því að það munaði svo litlu.
Lesa meira

Hættustigi lýst yfir í Kinn og Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu

Tekin hefur verið ákvörðun um að rýma eftirtalda bæi í Útkinn: Björg, Ófeigsstaði, Rangá, Engihlíð og Þóroddsstaði.
Lesa meira

Covid smit í Borgarhólsskóla á Húsavík

Staðfest hefur verið covid smit meðal nemenda Borgarhólsskóla á Húsavík
Lesa meira

KA/Þór þrefaldir meistarar

KA/Þ​ór er þre­fald­ur meist­ari í hand­knatt­leik árið 2021 eft­ir ör­ugg­an sig­ur gegn Fram 26:20 í úr­slita­leikn­um í bik­ar­keppni kvenna, Coca Cola-bik­arn­um, á Ásvöll­um í Hafnar­f­irði í dag.
Lesa meira

Kemur þrennan til Akureyrar

Íslands- og deildarmeistarar KA/Þórs mæta ríkjandi bikarmeisturum Fram í bikarúrslitaleik í kvennaflokki í handbolta í dag klukkan 13:30. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
Lesa meira

Fjöldi smita hjá 12 ára og yngri komin í 32

Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur fólk til að fara varlega og gæta að smitvörnum.
Lesa meira