Skólahald á Húsavík fellt niður vegna smita

Borgarhólsskóli á Húsavík
Borgarhólsskóli á Húsavík

Ákveðið hefur verið að fella niður skólahald í Borgarhólsskóla á morgun mánudag og þriðjudag. Foreldrum nemenda hefur verið tilkynnt um þetta.

Átæða lokunar er smit í samfélaginu, meðal nemenda og starfsfólks.

Í tilkynningu til foreldra kemur fram að smitrakning standi yfir og staðan verði endurmetin á þriðjudag.

Áður hafði verið tilkynntu um að vegna sóttkvíar verði mötuneyti skólans lokað til og með næstkomandi miðvikudags og ákvörðun tekin um framhaldið að lokinni sýnatöku á miðvikudag.

Sömuleiðis verður Frístund lokuð til og með fimmtudags vegna sóttkvíar starfsfólks. Þegar niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir á fimmtudag verður tekin ákvörðun um opnun á föstudag.

Nýjast