Fjöldi smita hjá 12 ára og yngri komin í 32

Langar biðraðir voru í sýnatöku í rigningunni á Akureyri í gær. Mynd/GN
Langar biðraðir voru í sýnatöku í rigningunni á Akureyri í gær. Mynd/GN

Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur fólk til að fara varlega og gæta að smitvörnum. Eftir að smittölur gærdagsins voru uppfærðar kemur í ljós að það voru 26 smit í umdæminu, þar af 25 á Akureyri. Langstærsti hópurinn eru grunnskólabörn og nú er heildartalan í umdæminu 54 smit og þar af eru 32 þeirra börn, 12 ára og yngri. Þá eru rúmlega 500 manns komin í sóttkví.

Ekki er vitað um uppruna smitanna en ljóst er að þau eiga tengingar inn í marga hópa í samfélaginu, ýmist félagsstarf, íþróttir og skóla.

Nýjast