13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Hraðpróf íbúa á Hlíð hafa reynst neikvæð
Hraðpróf sem íbúar í sóttkví á Hlíð, hjúkrunarheimili Heilsuverndar á Akureyri, hafa farið í um helgina hafa hingað til verið neikvæð. Íbúarnir fara í PCR-próf á morgun og verður sóttkví aflétt hjá þeim sem fá neikvætt svar þar. Þetta er haft eftir Bryndísi Björgu Þórhallsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Hlíð, í samtali við fréttastofu Vísis.
Íbúar á einu heimili Heilsuverndar hjúkrunarheimila á Hlíð eru fóru í sóttkví eða smitgát ásamt nokkrum starfsmönnum vegna smits sem greindist hjá einum starfsmanni seinni partinn á, föstudag, eins og greint var frá í Vikublaðinu í gær.
Lokað hefur verið fyrir heimsóknir á Furu- og Víðihlíð þangað til á morgun hið minnsta, eða þangað til niðurstöður PCR-prófa liggur fyrir á morgun.