Fréttir

Frá bæjarráði Akureyrar-Rekstrarhalli Akureyrarbæjar á fyrri helmingi ársins 1,1 milljarður

Árshlutareikningur fyrir Akureyrarbæ vegna fyrri hluta ársins var lagður fram í bæjarráði í morgun.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta bæjarsjóðs ( samstæða bæjarins) var neikvæð um 1.139 milljónir króna, sem er álíka niðurstaða og gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar.

Lesa meira

Orgelhátíð í Akureyrarkirkju Einstakur tónleikaviðburður!

Hans-Ola Ericsson spilar alla Orgelbüchlein eftir J.S. Bach
Svíann Hans-Ola Ericsson þarf varla að kynna fyrir orgeláhugafólki, en hann er einn virtasti orgelleikari samtímans. Hann mun spila alla Orgelbüchlein eftir J.S. Bach á tónleikum í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 20. september kl. 20
Lesa meira

Dýrasnyrtistofa opnuð á Dalvík

Opið hús var á dýrasnyrtistofunni DÝR & DEKUR síðastliðinn laugardag en stofan hefur verið starfrækt á Dalvík síðan í byrjun árs

Lesa meira

Samþætting skóla- og frístundastarfs að hefjast í Norðurþingi

Samþættingin felur í sér að íþróttaæfingar barna á þessum aldri verði hluti af starfsemi annars vegar leikskóla og hins vegar Frístundar

Lesa meira

Bókunarkerfið fyrir næsta sumar frosið

Nýtt útboð vegna reksturs Grímseyjarferjunnar Sæfara er í smíðum

Lesa meira

Breytingar á póstþjónustu á Kópaskeri-Frétttatilkynning

Póstþjónusta á Íslandi hefur á síðustu árum tekið stórfelldum breytingum. Fjöldi bréfasendinga hefur dregist saman um 74% frá árinu 2010 en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Pósturinn leggur áherslu á að aðlagast hratt og örugglega og kappkostar að þróa þjónustu sína í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda.

 

Um miðjan janúar 2023 hyggst Pósturinn gera breytingar á póstþjónustu á Kópaskeri. Þar stendur til að loka pósthúsinu en leggja þess í stað meiri þunga á aðrar þjónustulausnir. Pósturinn vill upplýsa viðskiptavini sína um þessar fyrirhuguðu breytingar tímanlega. Dreifibréf með öllum nánari upplýsingum um breytingarnar verður dreift til íbúa þegar nær dregur.

Lesa meira

„Maður veit hvað tónlist gefur fólki mikið“

Tónlistarnám fyrir fólk með sértækar stuðningsþarfir á Húsavík

Lesa meira

Einkennilegt að tala ekki við okkur þessa vondu menn

„Þetta er þvættingur, ég er orðlaus yfir þessari atburðarrás. Það var vissulega ágreiningur innan flokksins en unnið að því öllum árum að leysa hann,“ segir Jón Hjaltason einn af fulltrúum Flokks fólksins fyrir sveitarstjórnarkosningar á Akureyri á liðnu vor.

Lesa meira

Yfirlýsing þriggja kvenna í Flokki fólksins

Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar eru starfandi í Flokki fólksins á Akureyri hafa sent frá sér yfirlýsingu i kjölfar skrifa  Guðmundar Inga Kristinssonar varaformanns flokksins  þar sem þær lýsa  upplifun sinni.  Konurnar skipuðu annað, fjórða og fimmta sæti á framboðslista flokkksins við bæjarstjórnarkosningarnar  s.l. vor,.

 

Yfirlýsing  Málfríðar, Tinnu og Hannesínu er svo hljóðandi.:

„Í kjölfar yfirlýsinga varaformanns Flokks fólksins í morgun höfum við sem erum þolendur alls þessa ofbeldis sem um er rætt, ákveðið að stíga fram og freista þess að útskýra líðan okkar og ömurlega reynslu af samskiptum við þessa ónefndu karlaforystu og aðstoðarmanna þeirra á frá því snemma í vor.

Lesa meira

Flokkur fólksins Akureyri Hótanir og jafnvel kynferðislegt áreiti

Vandamál er komið upp hjá Flokki fólksins  á Akureyri ef marka má færslu Guðmundar  Inga Kristinsssonar varaformanns flokksins á Facebooksíðu Guðmundar nú í morgun.

„Talað er um að sífellt og stöðugt andlegt ofbeldi, hótanir og jafnvel kynferðislegt áreiti sé það sem kvenleiðtogar Flokks fólksins hafa mátt þola,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins í færslu á faceboosíðu sinni og vísar til flokksins á Akureyri. Hann vill bregðast við strax og ætlar að óska eftir stjórnarfundi þar sem þessar alvarlegu ásakanir verða ræddar.

„Talað er um að sífellt og stöðugt andlegt ofbeldi, hótanir og jafnvel kynferðislegt áreiti sé það sem kvenleiðtogar Flokks fólksins hafa mátt þola,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins í færslu á facebooksíðu sinni og vísar til flokksins á Akureyri. Hann vill bregðast við strax og ætlar að óska eftir stjórnarfundi þar sem þessar alvarlegu ásakanir verða ræddar.

Lesa meira