Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar eru starfandi í Flokki fólksins á Akureyri hafa sent frá sér yfirlýsingu i kjölfar skrifa Guðmundar Inga Kristinssonar varaformanns flokksins þar sem þær lýsa upplifun sinni. Konurnar skipuðu annað, fjórða og fimmta sæti á framboðslista flokkksins við bæjarstjórnarkosningarnar s.l. vor,.
Yfirlýsing Málfríðar, Tinnu og Hannesínu er svo hljóðandi.:
„Í kjölfar yfirlýsinga varaformanns Flokks fólksins í morgun höfum við sem erum þolendur alls þessa ofbeldis sem um er rætt, ákveðið að stíga fram og freista þess að útskýra líðan okkar og ömurlega reynslu af samskiptum við þessa ónefndu karlaforystu og aðstoðarmanna þeirra á frá því snemma í vor.